Réttar eða geðþóttaríki

Saklaus uns sekt er sönnuð er sá grunnur sem réttarríki byggir á og slagorðið með lögum skal land byggja hefur verið notað af lögreglu í áratugi.
Það er sama hvort til landsins kemur engill eða andskoti við getum ekki leift okkur að mismuna þeim nema að hafa í höndunum skýra lagatúlkun og fyrirmæli frá löggjafanum en það vald er hjá alþingi en ekki hjá starfsmönnum lögregluembætta.
Manni bregður við þegar lesin er skýring lögregluyfirvalda á brottvísun vítisengils því engin tilvitnun í lög er til staðar bara tilfinningarök.
Það verður að setja skýrar heimildir í lög varðandi brottvísun ef þau vantar, það er hjákátlegt að krefja þess að Bretar og Holendingar fari að lögum í Icesave deilunni ef við erum sjálf með allt niður um okkur er kemur að virðingu fyrir lögum og látum tilfinningaleg dagsform ráða túlkun okkar.
Ég er mjög hlynntur því að öllum glæpalíð sé haldið frá landinu og sem flestum vísað úr landi samhliða ævilöngu komu banni, en það gengur ekki að yfirvöld geti ekki lagt fram skýrar lagaheimildir fyrir öllum aðgerðum og athöfnum.
Er það virkilega svo að alþingi sé að verða sér enn og aftur til skammar með sofandahætti eins og í undanfara hrunsins, er það framkvæmdavaldið sem stjórnar orðið og túlkar vegna ráða og getuleysis löggjafavaldsins.
mbl.is Tengist inngöngu MC Iceland í samtök Vítisengla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Er ekki nóg ef lögregluyfirvöld hér vísi á reynslu starfsfélaga sinna erlendis? Tíðni glæpa fer vaxandi og það BER að beita öllum tiltækum ráðum að hér verði ekki stofnuð glæpafélög.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.2.2010 kl. 13:52

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Skrítið þegar mestu og stærstu glæpaforingjar evrópu eru með svona rugl eins og að Hells Angels strákanna. Það eru einhverjir meðlimir í þessum klúbbi sem brjóta lögin.

Það verður ekkert réttlæti í þessu fyrr enn önnur lönd neita að hleypa Sjálfstæðismönnum inn í sín lönd af sömu ástæðu.

Sjáfstæðismenn eru þegar orðnir alþjóðlegur glæpahringur...

Óskar Arnórsson, 9.2.2010 kl. 14:03

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Guðjón

Vanti lög til að fara eftir verður alþingi að setja þau, annars erum við ekkert betri en Hells Angels.

Óskar

Viljir þú setja þá sem fylgja Sjálfstæðisflokk að málum í sama flokk og Hells Angels þá gildir það sama, fyrst verður að setja lög sem gera flokkinn ólöglegan.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2010 kl. 15:26

4 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

æji... ég held að það væri nær að byrja á því að banna Íslenskum útrásarvíkingum skipulagða glæpastarfsemi sína sbr landráðin sem bankarnir stóðu fyrir...

 ...eins má auðveldlega bera rök fyrir því að aðild Íslands að Schengen sáttmálanum hafi stuðlað að stóraukinni skipulagðri glæpastarfsemi...

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 9.2.2010 kl. 15:29

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Málið er að Hells Angels er ekki ólöglegur frekar enn Sjálfstæðisflokkurinn. Enn það væri gaman að vita hver af þeim tveim félgagsskap hefur brotið lög oftar og rænt meiri peningum.

Ég vil hvorugan flokkinn banna. Afbrotamenn úr báðum flokkum eru svo margir að þeir gætu startað sérfélagsskap. "Sjálfstæðisenglarnir"..t.d. og verið í framboði og þess háttar...

Óskar Arnórsson, 9.2.2010 kl. 15:44

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Er ekki aðalatriðið að alþingi sjái um að setja löginn en framkvæmdavaldið haldi sig við að framfylgja þeim.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2010 kl. 15:54

7 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Arngrímur það á að vera tilvísun í einstaka lagagreinar þannig að greinilega sé að um rökstudda og góða stjórnsýslu sé að ræða, ekki upprifjun úr dagbókum lögreglu eða úrdráttur úr blaðgreinum erlendis.

Gerðir framkvæmdavalds verða að standast skoðun dómsvalds og framkoma verður að vera fagleg til að halda trausti og trú, sé verið að túlka lagagreinar eða reglugerðir þar sem ekki hafa verið feldir dómar um er því enn mikilvægara að hafa heimildarvísunina skýrlega framsetta.

Af því bara, eða frasinn þetta hefur gerst erlendis, er ekki ásættanlegt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2010 kl. 16:51

8 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er eitt sem Mafían og Hells Angels hafa umfram íslenska ríkið; þeir verja skjólstæðinga sína fyrir skipulagðri glæpastarfsemi gegn greiðslu.

Ríkisstjórnir Íslands verkfæri glæpamanna að vösum almennings og rukkar almenning fyrir þjónustuna.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2010 kl. 16:51

9 identicon

Magnús:

Þú hittir naglann á höfuðið. Af hverju að banna Hells Angels sérstaklega meðan hryðjuverkamenn sem komu Íslandi á hausinn með dyggri aðstoð stjórnvalda ganga lausir?

Babbitt (IP-tala skráð) 9.2.2010 kl. 17:05

10 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Fólk getur treyst orðum Mafíunnar og Hells Angels.  En jafnvel þó kosningaloforðum stjórnmálamanna væri þinglýst myndu þeir koma sér undan því að standa við þau með aðstoð íslenskra yfirvalda og dómstóla. 

Hefði einhver almennur Jón valdið borgurunum, þó ekki væri nema eitt prómill af því tjóni sem hrunaliðið og stjórnmálamenn hafa valdið með glæpum sínum og lygum, þá væri sá Jón kominn á bak við lás og slá umsvifalaust.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2010 kl. 17:23

11 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Getur verið Magnús en þjóðin kaus samt aftur yfir sig nánast sama pakkann, hvað segir það?

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2010 kl. 17:28

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það segir það að þeir sem skila auðu í kosningum eiga að fá sýna auðu stóla á Alþingi í sparnaðarskini.  Þó ekki væri til annars en að spara þinglýsingarkostnað á kosningaloforðum og fangavörslu í framtíðinni.

Svo vil ég skora á alla að taka lögfræðing í fóstur og veita þeim framfærslu styrk, það er virkilega hart í ári hjá lögfræðingunum í því árferði þegar launagreiðandinn er aðeins einn.

Magnús Sigurðsson, 9.2.2010 kl. 17:43

13 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þorsteinn Valur. Án efa er Íslandi stjórnað af geðþótta heims-eiturlyfja-mafíu eftir geðþótta. Um þetta getur ekki verið ágreiningur hjá nokkrum sem hafa réttlætis-kennd. Mb.kv. Anna

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.2.2010 kl. 20:29

14 Smámynd: Einhver Ágúst

Já það er sorglegur dagur þegar ég er þess fullviss að ég gæti haft meiri áhrif á HA til góðs en nokkurn einasta stjórnmálaflokk nema vera skyldi Bestaflokkinn.

En það er nú svo að þessi setninga "Með lögum skal land byggja..." hefu ágætan endi sem alltof sjaldann er hafðu uppi enda hagyrði fyrir löngu komið úr tísku og ekki þykir fínt að botna lengur en sá endir er "...og með ólögum aftur eyða".

Það hefur því miður gerst hér nú þegar.

Einhver Ágúst, 9.2.2010 kl. 21:43

15 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Arngrímur ég efa stórlega að þessi lagatúlkun standist dómsmál, en hvað sem því líður þá verður að gera það sem þú ert að gera, þ.e.a.s vísa í tilteknar greinar máli til stuðnings og það hef ég ekki séð yfirvöld gera í dag en hef heyrt ansi marga taka undir orð lögmanns vítisengla og það er ekki traustvekjandi.

Í svona málum verða menn að vera búnir að vinna heimavinnuna því hagsmunirnir eru of miklir og ég vona svo sannarlega að svo hafi verið gert en óttast hið gagnstæða í ljósi reynslunnar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.2.2010 kl. 23:07

16 Smámynd: Einhver Ágúst

Hver á að geta sloppið undan þessum e. lið? Ekki einu sinni Árni Johnsen háttvirtur alþingismaður stenst þetta.

Einhver Ágúst, 9.2.2010 kl. 23:17

17 Smámynd: Einhver Ágúst

Já einmitt, "Johnsen" er nú ekkert ´serstaklega Íslenskt er það?

Einhver Ágúst, 10.2.2010 kl. 19:22

18 Smámynd: Óskar Arnórsson

Veit nokkur hvað falleg kona er kölluð í Englandi?

Óskar Arnórsson, 10.2.2010 kl. 23:48

19 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Eftir að hafa horft á ákæruvaldið verða sér til skammar hvað eftir annað í dómssal vegna Baugsmála og horfa svo á framgönguna núna er mín trú á réttarvitundinni þar lítil, verði farið með þetta fyrir dóm og tapist málið er komin upp staða sem er skelfileg tilhugsunar og ekki gæfulegt að þurfa að greiða Hells Angels bætur úr ríkissjóð samhliða því að binda hendur löggæslunnar.

Það verður því að tryggja það að lagagrunnurinn sé skýr og að allar aðgerðir byggist á rökstuðningi sem sé birtur skýrlega en ekki að vísað sé til tilfinningaraka með sögum af erlendum atburðum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 11.2.2010 kl. 09:45

20 Smámynd: Óskar Arnórsson

..falleg kona er kölluð útlendingur í Englandi...

Óskar Arnórsson, 11.2.2010 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband