Feigðarför

Þetta er upphafi á feigðarför Íslensks samfélags inn í hægfara niðurdrepandi regluverk hins deyjandi Evrópska samfélags, þar sem búið er að drepa mest allt frumkvæði og banna sjálfsbjargarviðleitni.

Sé það virkilega draumur svokallaðra forustumanna í samfélaginu að hér verði andlaust samfélag ófrjálsra færibandaþræla, er illa komið.

Þetta er sorgardagur.


mbl.is Mælir með aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Fyrirgefðu .... en við erum nú þegar að drukkna í regluverki Evrópusambandsins í gegnum EES samninginn. Eina sem bætist við ef við göngum inn er að við gætum haft áhrif á regluverkin og hér myndi matvara lækka í verði þegar tolla og vörugjalda frumskógurinn hyrfi.

The Critic, 24.2.2010 kl. 14:56

2 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Já það er nú meiri vælutónninn í þessum ESB andstæðingum. Ég hef tekið eftir því að væl hefur bara eina rödd meðan gleði og átríður hafa margar.

Gísli Ingvarsson, 24.2.2010 kl. 17:39

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þetta er nú meiri þrautarræðan.. það er bara allt í kalda koli í ríkasta heimshlutanum á þessari jörð... magnað :)

Óskar Þorkelsson, 24.2.2010 kl. 18:26

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Merkilegt hvað fólk sér ekki fram fyrir eigið nef eða tær og heldur að allir séu vinveittir auðtrúa þjóð.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 18:38

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er litið a´ísland og íslendinga sem sérvitringa, við eigum enga óvini í evrópu.. við eigum heldur ekki neina sérstaka vini fyrir utan norðurlönd.. en við málum ekki skrattann á vegginn með einhverju rausi sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.. 

Óskar Þorkelsson, 24.2.2010 kl. 18:45

6 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Við höfum bæði einstakt land og náttúru sem tekur öðru fram.

Við höfum alist upp við frelsi og öryggi sem er að mörgu leiti einstakt, og getum farið um landið að vild vegna frjáls aðgengis.

Við höfum fengið að þroskast í athafnafrelsi og gátum skapað okkar eigin veruleika sem sjálfstæð þjóð.

Við getum staðið bein í baki sem sjálfstæð þjóð ef kjarkur og þor er til staðar en ekki hugleysi.

Við getum tryggt börnum okkar öll þau gæði sem við nutum og þeirra börnum, ef við svíkjum ekki framtíðina sem fortíðina vegna skammtíma fégræðgi fárra.

Aum er sú þjóð sem treystir öðrum betur en sjálfri sér fyrir eigin framtíð og forræði.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 20:36

7 Smámynd: The Critic

Þorsteinn: þvílíkt bull, við verðum áfram sjálfstæð þó við göngum inn í þetta hagsmunabandalag. Ekki lýta Danir, Svíar og Finnar á sig sem ósjálfstæðar þjóðir. Ef þú villt túlka þetta svona þá geturðu alveg eins litið á það þannig að við töpuðum sjálfstæðinu þegar EES samningurinn var undirritaður.

 Það er mikilvægt að þjóðir séu saman í bandalagi, líttu á t.d. Haití og Kúbu, það eru sjálfstæðar þjóðir sem eru ekki í neinu bandalagi við önnur ríki.

The Critic, 24.2.2010 kl. 20:59

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Kallast það sjálfstæði að vera þýðandi reglugerða og laga sem setta eru í Brussel.

Kallast það sjálfstæði að renna inn í ESB og missa stjórn eign náttúruaðlinda til yfirþjóðlegra stofnana.

Við misstum mikið við upptöku EES samnings þó kostir hafi fylgt sem blikna í saman burði við kostnaðinn.

Ég nenni ekki að hafa skoðanaskipti við fólk sem hefur ekki manndóm í sér til að koma fram undir nafni og talar um að aðra sem eru á öndverðri skoðun sem bullara, slíkt fólk ber enga virðingu fyrir skoðunum annarra og á þar af leiðandi ekki sjálft virðingu skoðanaskipta skilið.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 24.2.2010 kl. 23:14

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Frelsið sem þú talar um Þorsteinn er agaleysi.. ekki raunverulegt frelsi enda hefur sagan sannað að íslenskt frelsi er fresli til að ræna nágrannan með excel skjölum í bönkum. 

Ég er meira frjáls hér í noregi sem er nota bene ekki í ESB en tekur upp allar reglur og er harðari í reglugerðaverkinu sínu en ESB nokkurn tímann, en á klakanum.. spáðu í það.

Óskar Þorkelsson, 25.2.2010 kl. 04:55

10 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Maður agar hunda en siðar fólk.

Sumir vilja láta aga fólk sem hunda og taka burt frumkvæðið til að losna við óttan af því að axla ábyrgð á eigin gerðum og horfast í augu við óþekkta framtíðina.

Börn treysta foreldrum sýnum í slíkri blindni og Þýsk þjóð treysti sínum nasistaflokk sem börn.

Ég vill frelsi til athafna og rétt til sjálfsbjargar til handa mínum börnum í ríki friðar, utan Schengen glæpavæðingarinnar.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 25.2.2010 kl. 08:28

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þú getur orðað þetta nákvæmlega eins og þú vilt Þorsteinn, agaleysi eða siðleysi.. ísledningar eru hvorutveggja ALMENNT !  þar liggur hund helvítið grafið.. þar er uppspretta vandans.. þar liggur framtíð þjóðarinnar.. siðlaus/agalaus og sjálfhverf..  þú mátt kalla þetta frelsi ef þú vilt. 

þú talar eins og evrópubúar séu ekki sjálfbjarga eða geti ekki stofnað fyrirtæki innan ESB.. sannleikurinn er sá að þú getur EKKI stofnað fyrirtæki og hagað þér eins og á íslandi innan ESB. það er alveg pottþétt Þorsteinn.  Hinsvegar getur fólk fengið lán hér til að stofna fyrirtæki á réttlátum grunni með réttlátum vöxtum með réttlátum lögum og starfsumhverfi sem er tryggt svo lengi sem þú heldur þér innan ramma laga og reglna.. ég veit að það er erfið tilhugsun fyrir meðal íslending, en það er það sem evrópubúar gera og lifa með.

Óskar Þorkelsson, 25.2.2010 kl. 17:36

12 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Atvinnuleysistölur einstakra Evrópulanda segja allt sem þarf um frelsi og hvatningu til athafna.

Meðferð ESB á Grikkjum og öðrum segja allt um hvað mikið skjól og mikla aðstoð er þaðan að vænta á ögurstundu.

Hafðu það gott í Noregi, sem er annars utan ESB er það ekki og flýtur nánast á olíu og digrum sjóðum.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.2.2010 kl. 08:19

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

einhver öfund leynist í orðum þínum Þorsteinn :)

það er 10 % atvinnuleysi í USA... er það ESB að kenna ? eða skrifræði ? eða höftum á persónufrelsi ? 

Óskar Þorkelsson, 26.2.2010 kl. 20:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband