Í góðri trú

Sennilega eru flest öll mestu grimmdarverk mannkynssögunar gerð af fólki sem var að framkvæma í góðri trú og oftast samkvæmt ákvörðunum annarra.
Kaþólska kirkjan og hennar fylgjendur hafa farið með geðsjúkt fólk sem skepnur í aldanna rás og gert það í þeirri trú að andskotin og hans árar væru sestir í fólk, þar af leiðandi yrði að frelsa sáluna á kostnað líkamans með öllum ráðum.
Ef andskotin er til annarstaðar en í hugum fólks þá er hann líklega leiðtogi trúarhreyfingar sem veldur einföldum sálum ómælanlegar þjáningar.
Í góðri trú er hægt að fá jafnvel besta fólk til að fremja ógæfuverk.
Ég hætti við að telja upp hér ógæfuverk sem eru og hafa verið unnin í nafni trúar því listin yrði of langur og viðurstyggilegur.
Ég vill ekki grafa upp og horfast í augu við gjörðir þessa fólks en geri ráð fyrir að hver og einn hljóti örlög við hæfi, svo uppsker sem sáir.
mbl.is Segir djöfulinn hafa hreiðrað um sig í Páfagarði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Men never commit evil so fully and joyfuly as when they do it for religious convictions"

CrazyGuy (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband