Ekkert er of lítið að vita né of stórt til að reyna

Ekkert er of lítið að vita né of stórt til að reyna, sagði William Van Horne

Við eigum ekki að taka þá áhættu að fórna lífríkinu í og við Mývatn, vegna þrýstings frá hagsmunaraðilum með skammtíma hagnað í huga.

Stjórnmálamenn í kosningaham virðast ekki hika við að fórna hverju sem er til að tryggja sér atkvæði, náttúruperlur sem og miljarðar af skattfé almennings virðast vera mattador peningar fyrir þeim.

Orka til stóriðju við Húsavík þarf ekki að koma frá jarðgufuvirkjun, það er vel hægt að auka umtalsvert orkuvinnslu á vatnasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem öðrum virkjanasvæðum Landsvirkjunar og styrkja flutningslínur.

Nýtum betur þau svæði sem þegar er búið að raska og förum aftur yfir rannsóknir á Mývatnssvæðinu sem og skoðum hvað er að gerast í Þingvallavatni, sumt verður ekki aftur tekið og það er nægur tími til góðra verka.

 http://landvernd.is/myvatn


mbl.is Litið alvarlegum augum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband