Að búa til réttlætingu fyrir vopnaburði

Það birtast reglulega fréttir þar sem hin ýmsu handverkfæri og eða íþróttavörur eru kölluð vopn og það hvarflar að manni að blaðamenn séu að éta gagnrýnilaust upp það sem skrifað er í málaskrá lögreglu.

Í þessari frétt er slaghamar kallaður vopn og því eru flest allir verkamenn, bændur, iðnaðarmenn og aðrir sem nota handverkfæri, vopnaðir einstaklingar samkvæmt þessari skilgreiningu og gætu jafnvel talist hættulegir og ógnandi ef morgunfúlir.

Er verið með orðhengilshætti að safna nógu mörgum skráningum um vopnaburð til að réttlæta kröfuna um skotvopn og eða rafbyssur hjá almennu lögreglunni.

Er svo eða eru blaðamenn almennt bekkingalausir kjánar, ég vill frekar trúa því að þeir séu of mikið að láta mata sig og taki þátt í spunanum til að fréttin seljist.

Óttaiðnaðurinn er drjúgur við að sá fræjum óttans og fréttamenn eru flestir of leiðitamir til að hægt sé að treysta eða trúa því sem frá þeim kemur, skýrust verður myndin þegar fjárveitingavaldið er að vinna og ýkjufréttirnar sem eiga að sýna nauðsyn ýmissa stofnana streyma fram til að sýna þörfina fyrir þær.

Það eru margir að réttlæta fjárveitingar til sinna stofnana og sumir grunaðir um að vera að búa til réttlætingu fyrir vopnaburði.

Ég vona samt að þetta sé samsæriskenning því ef svo er ekki þá erum við illa sett

 


mbl.is Ekið á vopnaðan mann á Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Sleggja er hættulegt vopn í höndunum á manni sem er út út heiminum og veit ekkert hvað hann er að gera. Hann getur hæglega drepið mann með henn, þess vegna án þess að ætla sér það eða jafnvel vita af því.

Á nákvæmlega sama hátt og venjulegur bíll er stórhættulegt apparat ef honum er stjórnað af ölvuðum ökumanni þó aðrir líti á sama grip sem þarfasta þjóninn.

Landfari, 23.11.2014 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband