Það má víst skattleggja þrotabúin

Löggjafavaldið er á Alþingi, sé vafi á lagalegri heimild fyrir skattlagningunni tryggir Alþingi einfaldlega að hún sé til staðar með því að breyta lögum.

Það er líka löngu tímabært að taka gjaldþrotalöginn til endurskoðunar og þrengja verulega heimildir skiptastjóra til að ráðstafa eignum til annarra á undirverði sem og sitja að búinu uns allt fjármagn er búið.

Það er enginn heiðarlegri en hann kemst upp með og það á við um lögfræðinga líka.


mbl.is Ríkið geti ekki þurrkað upp þrotabúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Heyr Heyr!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.11.2014 kl. 09:52

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Bankarnir hafa aldrei greitt ríisábyrgðargjald fyri að ríkið skyldi bjarga innstæðum þeirra. Þetta myndi lenda í hæsta áhættuflokki sem þýðir 4% ríkisábyrgðargjald á ári. Innstæðurnar sem var bjargað voru 1600 milljarðar sem gerir 64 milljarða á ári og 384 milljarða frá því að innstæðunum var bjargað á kostnað ríkisins.

Ríkisábyrgð er eignaupptaka, úr sjóðum almennings til einkafyrirtækja, ef þau borga ekki ríkisábyrgðargjald.

Guðmundur Ásgeirsson, 23.11.2014 kl. 12:01

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Gömlu bankarnir eru ekki formlega gjaldþrota né í gjaldþrotameðferð. Þeir eru venjuleg hlutafélög í fullum rekstri undir stjórn slitastjórnar sem tóku við hlutverki skilanefndar skipuð var af FME í október 2008. Hlutverk skilanefndar var tilgreint að tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi viðkomandi banka.

Það er ekkert víst að neinn gömlu bankanna fari nokkurn tímann í gjaldþrot.

Erlingur Alfreð Jónsson, 23.11.2014 kl. 13:30

4 Smámynd: Filippus Jóhannsson

Auðvitað á að skattleggja gömlu bankana, þær eignir sem þar eru eiga að renna til þjóðarinnar. 

Filippus Jóhannsson, 23.11.2014 kl. 16:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband