Af verkunum skuluð þér dæma þá

Það er alfarið undir fjölmiðlunum sjálfum komið hvort þeir njóta trausts eða ekki.

Við erum á tímum upplýsingaflæðis og gamla siði verður að afleggja, að birta ýmist óbreyttar fréttatilkynningar fyrirtækja og stofnana eða þýða þær án yfirferðar er banabiti gömlu fjölmiðlana.

Fólk hefur aðgang að margfalt fleiri og oft á tíðum betri heimildum en það, að fólk gleypi áróðurinn hráan frá innlendum fjölmiðlum.

Tímar rangfærslna og einhliða áróðurs eru að lýða undir lok og með þeim fara þeir fjölmiðlar sem  rúnir verða trausti.

Vilji fjölmiðlar byggja upp traust, verða þeir að setja inn slóðir á heimildir til að lesandinn geti sjálfur staðfest uppruna og að túlkun fréttamanns sé sönn.

Traust byggist á rekjanlegum heimildum og frásögnum af sjónarmiðum sem flestra, en ekki birtingu á einhliða áróðri annars aðilans.

Það er lesandans að móta sér skoðun út frá trúverðugum heimildum en ekki blaðamanna að halda að fólki framsetningu eins aðila eða eigin túlkun atburða.

Þegar fjölmiðlamenn fara að sýna almenningi þá lágmarks virðingu að leyfa fólki að móta sér sýna eigin skoðum út frá sönnum heimildum, er von til að tapað traust fjölmiðla endurvinnist.

Þegar miðlar eru komnir í ógöngur, er gott að hætta að grafa undan sjálfum sér


mbl.is Traust á fjölmiðlum dregst saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband