Skammarleg meðferð á launafólki

Undirstaða græðginarÁ meðan vinnuveitendur geta þvingað fólk til að vera í ákveðnu stéttarfélagi og stéttarfélögin komast upp með að skipta félagsmönnum á milli sín eftir svæðum og störfum er nánast enginn munur á. Báðir þessir aðilar sitja svo saman á tuga miljarða eftirlaunasjóðum sem þeir eiga flestir ekkert í og ráðstafa, en úti sitja eigendur þessa fjármagns og fá engu ráðið um ráðstöfun þess.

Þeir sitja samt eftir með skertar tekjur á efri árum því þeir sem ekkert eiga í þessu tuga miljörðum, hafa tapað miljörðum af annarra manna fé vegna lánveitinga og jafnvel kaupa á hlutabréfum hvers annars. Og fyrir þetta útdeila þeir hverjum öðrum veglegar greiðslur vegna stjórnarsetu og ábyrgðar.

Samkvæmt lífeyrissjóðalögunum skal iðgjald í lífeyrissjóð vera a.m.k. 12% af heildarlaunum. Það er kallað lágmarksiðgjald og er lögbundið lágmark sem skal greiða í lífeyrissjóð eins lengi og hver maður er á vinnumarkaði.

Aflir þú að meðaltali 4 miljóna á ári í 40 ár erum við að tala um Að lágmarki 20.000.000 sem eru af þér teknar samkvæmt lagaskipan, og þetta er mjög gróft áætlað

A.m.k 12% af þínum launum ert þú þvingaður til að fá fólki út í bæ til ráðstöfunar, og þú ræður engu um það hvernig þessu fjármagni er ráðstafað. Þú hinsvegar situr uppi með afleiðingarnar og sveltur jafnvel í ellinni ef illa hefur verið farið með þessa fjármuni, af fólki sem hefur engra annarra hagsmuna að gæta en eigin afraksturs af annarra manna fé.

Stéttarfélögin gera út á félagsgjöldin og með einokun á tilteknum svæðum sem störfum losna þau við að keppa um félagsmenn. Það er lítill hvati til að ná betri samningum og eða bjóða betri þjónustu, lægri félagsgjöld eða hagstæð afsláttakjör ofl. Hvatinn til að gera betur er nánast enginn eins og sést á kjörum launafólks.

Og allt viðgengst þetta þrátt fyrir að félaga frelsi sem leysi, sé tryggt í stjórnarskrá.

Afskaplega sorglegt að hér hafi verið útskrifuð hundruð Lögmanna sem eru ekkert annað en vel menntaðir rukkarar, það sárvantar lögmenn til að taka á lögleysinu sem hér viðgengst vegna orðhengilsháttar hagsmunaraðila.


mbl.is Laun karls lækkuðu vegna kæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband