Blekkingaleikurinn um ógn

Miðað við þær upplýsingar sem hafa komið fram þá flugu Rússar yfir alþjóðlegu hafsvæði og fóru hvorki inn í Breska né Íslenska lofthelgi, samt voru sendar herþotur til að fylgja þeim og maður spyr sig hver sé í raun að ögra

Aldrei hafa Rússar hótað Íslendingum né sent hlaðnar sprengjuflugvélar inn í Íslenska lofthelgi og líklega væri ódýrara fyrir þá að skjóta upp einni eldflaug eða svo ef þeir vildu hreinsa líf héðan af eyjunni.

Hver er tilgangur Íslenskra yfirvalda með að taka þátt í að ögra Rússum og sýna þessari gömlu vinaþjóð fjandskap, hafa þeir ekki keypt af okkur vörur fyrir miljarða í áratugi og selt okkur eldsneyti sem vörur auk þess að hafa ekki sýnt okkur annað en vinsemd alla tíð

Það voru Rússar sem vildu lána okkur fé er við vorum komin á hnén í hruninnu en Bandaríkjamenn spörkuðu og norðurlöndin okruðu á okkur er við vorum varnalaus.

Það er auvirðilegt og smásálarlegt að þakka sýnda vinsemd með stuðningi við http://www.dw.de/ukrainian-right-wingers-march-to-commemorate-nationalist/a-18166964

Yrðum við sátt við að Suðurnesjamenn færu að flytja inn vopn frá Kínverjum og bardagar hæfust í Hafnafirði eftir að löglega kosinni bæjarstjórn hefði verið varpað á dyr, fyndist okkur í lagi ef færeyskur ráðherra gerðist svo klappstýra valdaræningjanna.

Nokkurn vegin svona sjá Rússar málefni Úkraínu sem var búin til sem ríki til að tryggja Rússum atkvæði innan sameinuðu þjóðanna, við gætum gert Suðurnes að sjálfstæðu ríki til að tryggja okkur atkvæði en þá gætum við endað í sömu stöðu og Rússar eru í.

Ætli þessi þjóð að þroskast, er vinsemd og virðing ágætis byrjun í samskiptum sem og að leita sátta í stað þess að vera hælbítur með NATO að skipan úr vestri.

bjóðum alla velkomna í friði og vinsemd en sendum ófriðarseggina heim með sýn stríðstól.


mbl.is „Gamaldags andi“ yfir flugi Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband