1 árs starfsafmæli

1 árs starfsafmæli Ríkisstjórnar Sollu og Haarde er ný búið og árangurinn komin fram, til hamingju með það.

Stefnir allt í að þjóðin krefjist inngöngu í Evrópusambandið, til þess að komast undan stjórnvisku Íslenskra stjórnmálamanna.

Margur vill frekar vera reglugerðaþræll E.S.B með brauðbita, frekar en búa í "frelsi" við hungur öreigans, þar sem búið er að gefa lífsbjörgina og eignirnar til einkavina valdastéttarinnar, sem situr við alsnægtaborð, ferðast, Hyglar sýnum, skemmtir sér og etur fyrir skattfé borgarana.

Þjóð sem velur svona forustu í frjálsum kosningum, á þetta bara skilið.

Til hamingju með starfsafmælið.


mbl.is Mesta verðbólga í tæp 18 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fjúff......... ég sem var búin að gleyma ástandinu á klakanum, meðan ég var í fríi.    En nú man ég það.  Við erum alveg að fara að slá enn eitt metið...... óðaverðbólgumetið.

Erum við ekki alveg met ? 

Anna Einarsdóttir, 26.5.2008 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband