Takmarkaður skilningur

Tilgangur þessara manna er mér hulin ráðgáta, þarna sitja þeir í vel ríflega launuðum störfum úr vösum félagsmanna, sem þeir svo berjast um sýn á milli alla daga, til að geta notið teknanna af félagsgjöldunum.

Fámenn hirð tryggra félagsmanna kýs þá til starfa eftir pöntun, oftast innan við hundrað manns.

Svo koma þessir karlar og hreykja sér eins og þjóðkjörnir forustumenn með þúsundir atkvæða, og ætla að hafa vit fyrir okkur.

Ef þeir eru svona klárir, því hafa þeir þá ekki náð kjöri innan stjórnmálaflokkana eða stofnað sýna eigin flokka.

Stéttarfélöginn eru löngu hætt að vera annað en samtök verkalýðsrekenda með vel launaða forustumenn, sem hafa gríðarleg völd í gegn um setu í bankráðum og í stjórnum lífeyrissjóðanna.

Stéttarfélöginn eiga að vera þjónustufyrirtæki fyrir félagsmenn, og sinna þeirra þörfum og vilja, en ekki stilla sér upp sem styrktar og stuðningsaðili, fyrir einstaka forustumenn í pólitískri krossferð fyrir  evru og ESB rétttrúnaðar.

Tjónið sem hlaust meðal annars af því að tala niður krónuna er nóg, við þurfum ekki meiri speki úr þessari átt.

Stéttarfélöginn ættu að einbeita sér að því að rjúfa öll tengsl við Stjórnmálaflokka, og einbeita sér að því að gera reksturinn rekjanlegan, hafa allt starfið opið og gegnsætt, til að traust sé til staðar og ekki neinn fótur fyrir ásökunum um spilling.

Vilji menn takast á við nýja tíma er best að hafa borðið hreint og vísa krossförum á annan vettvang, til að sinna sýnum persónulegu hugðarefnum og metnaði, og á eiginn kostnað.

 


mbl.is Líflegur ASÍ-fundur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tilgangurinn er augljós.  Þetta er upphafið af kosningabaráttu Samfylkingarinnar og forseti ASÍ verður væntanlega í framboði, allavega í prófkjöri þar, vittu til.

Hann notar ASÍ til að breiða út fagnaðarerindi Samfó um "Fagra ESB" 

Sjáum hvað setur.  

101 (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband