HVAÐA VITLEYSA ER ÞETTA

Hefur fólk ekki heyrt talað um fjarfundabúnað og tölvur, hvað þarf þessi rándýra manneskja að vera að þvælast um, er tími hennar ekki dýrmætari en svo að hún geti setið klukkustundum saman í flugvélum.

Sé ekki betur en hér sé enn einu sinni verið að selja væntingar og ímynd fyrir fáfróðra og trúgjarna, getum vel keypt svona sérfræðiráðgjöf frá vottuðum aðilum í gegn um fjarfundabúnað og tölvusamskipti.

Hefur einhver annars séð starfsferilskrá þessa Norska stjórnmálamanns? eða Norska seðlabankastjórans?

Er Ísland orðið að endurvinnslu fyrir notaða Norska stjórnmálamenn, eru ekki til "sérfræðingar" annarstaðar, og þá fagfólk sem er ekki eingöngu úr vinstri stjórnmálageiranum.

Sé ekki betur en að vinstri stjórnin sé nákvæmlega jafn spillt og fyrri stjórnir, enda er búið að vera að moka inn rétthugsandi pólitískum fulltrúum í allar stjórnir og nefndir sem hægt er að koma fólki í.

Er ekki komin tími á að ráða fagfólk til að stjórna fyrirtækjum og gefa ráðgjöf í stað  flokksgæðinga.


mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Jújú.

Skulum bara nota fagfólk á Íslandi.

Hefur reynst vel hingað til

Sleggjan og Hvellurinn, 4.4.2009 kl. 15:14

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Getur þú nefnt dæmi, máli þínu til stuðnings

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 5.4.2009 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband