Umhugsunarvert

Umhugsunarvert og vel þess virði að hlusta á manninn


Framtíð Mogga Bloggs afráðin

Sé ekki betur en hin fyrsta auglýsing hér á Mogga Blogg sé bara byrjunin á skriðunni.

Vona bara að farin verði sú leið að gefa fólki kost á að velja um nokkra kostunaraðila, en verði ekki þvingað til að sætta sig við einhvern sem kannski særir blygðunarkennd, trúar eða stjórnmálaviðhorf viðkomandi.

Held samt að Moggamenn séu ekki svo vitlausir að drepa gæsina sem verpir gulleggjunum


mbl.is Vangaveltur um netmarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður kallinn

Ótrúlega gott atriði og virðist alltaf eiga við


Ótrúlegur sóðaskapur stjórnmálamanna

Orðskýring á orðinu samstöðustjórnmál : orð sem nota má yfir ketti sem gera stykkin sýn í sandkassa, og moka svo yfir ulla bjakkið.

Merkileg þessi nýju stjórnmál og byltingaleiðtogarnir sem hamast svo við að moka yfir með félögunum.

http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/438183/

Finnst þetta myndband Charlie Chaplin viðeigandi með tilliti til forleiksins og stóru orðanna.


Kærleikur og gott fordæmi

Kærleikur og gott fordæmi kemur í hugann, sé ekki í fljótu bragði hvað nýr prestur hefur með jörð að gera, eða á hann bústofn eða ætlar að hefja búskap kannski.

En eins og ég hef oft sagt, Þjóðkirkjan er bara rekstrarfélag fyrir Háskólamenntaða Ríkisstarfsmenn og hefur ekkert með trú að gera.


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afætukerfi milliliða

Afætukerfi milliliða er helsta vandamál landbúnaðarins og alskins höft og hindranir.

Gefa þarf bændum frið frá "gáfuðum" forsjárhyggjumönnum á skrifstofum í Reykjavík og víðar.

Opna uppboðsmarkað fyrir mjólk og kjötvörur, ásamt öðrum landbúnaðarafurðum, og afnema einokunaraðstöðu afurðarsala.

Bændur eiga að geta sjálfir framleitt matvörur heima og selt sýnar afurðir þar sem þeir vilja, í samráði við Heilbrigðiseftirlit.

Ég er sáttur við styrkjakerfið ef því verður beint til bænda, í stað þess að milliliðirnir eti upp alla styrkina, eins og þeir gera að mestu í dag.


mbl.is Ná verður þjóðarsátt um mjólkurframleiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er lag

Taka styrkina af Bændasamtökunum og greiða niður áburðinn
mbl.is Alvarleg staða vegna verðhækkunar í landbúnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Gott að stúlkan er fundin og lögmaður ráðin til að gæta réttar barnsins, nú er bara að gera DNA prufu og afgreiða svo málið.
mbl.is Lögmaður ráðinn fyrir dóttur Fischers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stefnir illa

Vonandi tekst að ná til ungmenna í gegn um skólana og félagsmiðstöðvarnar, og fá þau í lið með löggæslunni til að reina að sporna við dreifingunni og þrengja markaðinn.

Hef þá trú að Schengen samningurinn sé að verða okkur dýrkeyptur og rétt sé að skoða riftunarmöguleika, áður en við erum búin endanlega að tapa undirheimum Íslands í hendur harðsvíraðra glæpahunda, sem ánetja börnin okkar og selja þau svo eins og skynlausar skepnur.

Það er eins og smávægilegur aukagróði og þægindi fárra, geti réttlátt nánast hvað sem er.


mbl.is 60% ungmenna boðin fíkniefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað með það

Hversvegna er verið að hella yfir landsmenn leiðindum úr Amerískri prófkjörs menningu.

Hversvegna er ekki nein umfjöllun um Rússland, Kína og Afríku.

Er ekki nær að flytja okkur fræðslu til að upplýsa í staðinn fyrir svona sápu fréttir.

Er þetta kannski bara enn eitt einkaáhugamál blaðamanna sem eitt er óratíma í.


mbl.is Obama með forskot í Kaliforníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband