Ekki er félagskapurinn gæfulegur

Það er ekki hægt að breiða yfir þann hrylling sem fylgir stríðsrekstri og sumar "vina" þjóðir okkar lifa nánast á ófriði.

Jemen er dæmi um þær skelfingar sem fylgja stríði og þar er sagt að versta hungursneið á okkar lífstíð sé hafin.

Er þetta félagsskapurinn sem Íslensk þjóð vill tilheyra og styðja


Yemen 2018


mbl.is Hugnast ekki heræfingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær fær þjóðin að kjósa

Ísland úr NATO og herinn burt er gömul krafa sem maður hló af á yngri árum en tekur nú undir með auknum þroska og skilningi á þjáningum fólks.

Ég vill þetta morðingjastóð sem lengst frá landinu en virði lýðræði ofar eigin skoðun, ég vill því að þjóðin fái að kjósa um veru okkar í NATO eða hvort við verjum okkur sjálf.

Hér gætum við byggt upp griðastað fyrir þá sem deila og tryggt frið sem öryggi vegna viðræðna deiluaðila, er ekki full þörf á tryggum hlutlausum stað í þessum heim ófriðar.

þjóðin hefur aldrei fengið að kjósa um veru okkar í NATO eða þátttöku í þeim félagsskap, er ekki komin tími á það.

það hefur að mestu verið geðþóttaákvörðun einstaka ráðherra hversu djúpt við sökkvum í þennan félagsskap og enginn heimild frá þjóðinni verið til staðar fyrir þeirri vegferð.

Ef þjóðin vill vera í þessu bandalagi þá skulum við hefja uppbyggingu aðstöðu, ef ekki þá burt.


mbl.is Metfjöldi herskipa hér við land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mannleg stjórnun

"Menntun byggist ekki á titlum eða innrömmuðum skjölum á vegg til að sanna skólavist fyrir öðrum.

Menntun er samnefnari yfir viðmót, framkomu, viðhorf, orðaval og hegðan gagnvart öðrum í daglegu lífi."   (Þýðing á óþekktum höfund)

 

Starf stjórnenda hefur í raun lítið breyst í gegn um aldirnar þó blæbrigðamunur sé eftir tíðaranda, verkefni og árferði.

Þegar vel árar og næg atvinna er verða stjórnendur umburðalyndari og leggja mikið upp úr góðum starfsanda, þegar illa árar og offramboð er af starfsfólki virðist gamla óttastjórnunin ná yfirhöndinni og lítið sem ekkert umburðarlyndi verður til staðar í excel skjalinu um afköst og árangur.

Það er nánast endalaust verið að selja stjórnendum nám vegna nýrra sem eldri kenninga og tískustrauma í stjórnunarstíl, margt er gott að læra eða rifja upp en sumt er varla tímans eða peningana virði.

Oft finnst mér að í raun sé verið að kenna skammsýna græðgivæðingu sem skilar litlu öðru en tímabundnum ávinning sem skemmir langtíma hag beggja og eftir situr kulnaður starfsmaður og tapaður mennta sem þjálfunarkostnaður

Gættu vel að þeim fræjum sem sáð er í huga þér, því það bera ekki öll góðan ávöxt.

Digrir fræðslusjóðir hafa mikið aðdráttarafl fyrir kennsluiðnaðinn og væntingasalan magnast.

Komin með áratuga reynslu af stjórnun er mín niðurstaða sú að námsefnið er flest gott og hjálplegt en þegar upp er staðið er það einstaklingurinn sjálfur sem öllu skiptir, hæfileikinn að virða ólíkar manneskjur og getan til að tengjast annarri manneskju sem hið innra sjálf stjórnandans.

Manneskja sem ekki getur skilið eða lesið annað fólk, líðan þess og getu til að takast á við verkefni á ekki að starfa við stjórnun. Slíkur stjórnandi dreifir bara vanlíðan meðal starfsmanna, dregur úr getu þeirra sem vilja og starfsþroska

Mikil starfsmannavelta, tíð veikindi, einsleitt starfsmannaval og slæmur starfsandi er fylgifiskur slíkra stjórnenda sem eru í raun að valda þeim sem honum greiða laun töluverðu langtíma tjóni með neikvæðri stjórnun, sóun og skemmdum á starfsmanna auði sem langtíma skaða á orðspori.

Þvingað vinnuframlag hæfir frekar vélbúnaði en manneskjum, hugurinn fylgir ekki framlaginu og þá verða gæðin rýr sem takmörkuð auk þess sem lítil tryggð og hollusta leggst við verkefni.

Oftar en einu sinni hefur það verið mitt verkefni að vinda ofan af vinnustað þar sem samskipti eru komin í hnút og vinnustaða andinn orðin mannskemmandi með tilheyrandi vanlíðan allra.

Í öllum þessum tilfellum hefur tekist að greiða úr flækjum á einfaldan hátt með þeirri einföldu aðferð að greina, greiða og gefa.

Greina með því að lesa fólk og hlusta til að heyra öll sjónarmið og frá sem flestum hliðum

Greiða úr samskiptaflækjum með samtölum sem og teymisvinnu deilenda

Gefa fólki tækifæri til að sýna sig og getu sem og mennta, styrkja og rækta einstaklinginn sem hópinn.

Um leið og byrjað er að greiða úr samskiptaflækjum og ýtt er við fólki rakna hlutirnir oftast upp af sjálfu sér og fljótlega man ekki margur hvað var í veginum fyrir góðu samstarfi og jákvæðum vinnustaðaanda.

Við erum sem betur fer þeim eiginleika gefin að gleyma flest fljótlega leiðindum en muna hið jákvæða.

Það á að vera gaman í vinnunni.


Falsaða fólkið

Ein mesta bylting í samskiptum þessarar aldar er vefsvæðið Facebook sem hefur fært fólki aðgengi að gríðarlegu magni upplýsinga sem og opnað fyrir samskipti á milli landa sem þétt raðirnar hjá ættmennum sökum styttri boðleiða og uppfærslna á síðu hvers og eins.

Fjarskildir ættingja og vinir í fjarska eru komnir inn á skjá hjá manni og við fáum að njóta allskonar samskipta í nánast rauntíma sem ekki var mögulegt fyrir tíð vefsvæðanna.

Því miður er verið að eyðileggja þennan vettvang samskipta og tjáningar einstaklinga á margan máta, fjölmiðlar, stjórnmálamenn og fyrirtæki hella inn sýnum "sannleik" sem oftast er efni sem á að móta okkar skoðanir því sjálfstæð upplýsingaöflun er þessum aðilum oftast hættuleg.

Ljótast finnst mér að heyra að ráðningarfyrirtæki og vinnuveitendur séu að njósna um einstaklinga á vefnum og skrítið ef það fellur ekki undir friðhelgi einkalífs sem og persónuvernd því þetta er til dæmis ekkert ólíkt því að skoða atkvæðaseðil í kjörklefa.

Sorglegast finnst mér að fjöldi fólks er með falsaða vefsíðuna sökum þessa og er í raun að blekkja okkur hin, sérstaklega á þetta við um stjórnmálamenn og framapotara sem hanna heimasíðuna út frá þeirri ímynd sem þetta fólk telur að seljist best.

Persónulega treysti ég ekki einstaklingum sem setja svona framhlið upp, það er eitthvað að fela ef svo er og skrítin þörfin fyrir leynd.

Mikið væri nú magnað ef allir kæmu til dyranna eins og þeir eru í stað þess að vera alltaf að leika þann sem viðkomandi vilja að við höldum að þeir séu.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband