Að stöðva neikvæða arfleifð

10-things-toxic-parents-do-and-how-they-damage-their-children

Við sem höfum alið upp börn erum líklega öll sek um að hafa gert eitthvað af þessum og þurfum að vinna úr því.
Við erum sjálf speglar þeirra sem komu að okkar uppeldi eins og þeir einstaklingar spegluðu þá sem á undan fóru.
Okkar ábyrgð felst í því að greina það sem var rangt gert og leiðrétta það, sem og ýta undir það sem er rétt og gott fyrir börnin okkar að temja sér


Kjarni samfélagsins

ljósanóttÞær eru ekki áberandi á forsíðum samfélagsmiðla og sjaldan í dagblöðum eða öðrum fjölmiðlum, samt eru þær driffjaðrir samfélagsins sem í þögn vinna afrek sem of sjaldan eru lofuð.

Þetta eru mæður, ömmur og frænkur sem mynda saman félagskap kvenfélaganna um allt Ísland, konurnar sem afla fjár til verkefna sem bæta líf okkar allra í frítíma sýnum að lokinni vinnu, uppeldi barna og heimilisrekstri sem gerir þær flesta að góðum framkvæmdastjórum.

Þeirra fjáröflun hefur í gegn um árin oftast byggst á veitingasölu sem löggjafinn hefur oft ráðist gegn með fylkingu hagsmunahópa sem vilja frekar ná þessum tekjum í eigin vasa frekar en leyfa kvenfélögum að afla og gefa til styrktar þeim sem þurfa.

Græðgin og ofstjórnin hefur hatrammt barið á samhjálp og náungakærleik í gegn um tíðina en þessar samfélagshetjur okkar gefast sem betur fer ekki upp fyrir þessum öflum

Mér finnst löngu tímabært að gera Dag kvenfélagskonunnar sem er 1. febrúar ár hvert að þakkagjörðahátíð

 


Þegar á vináttuna reyndi

Ágætt að rifja aðeins upp þessa miklu vináttu Bandaríkjamanna sem á reyndi eitt sinn.
 
Hér eru orð fyrrum utanríkisráðherra okkar 2009–2013.
 
"Mestu skiptir þó að Kínverjar réttu okkur hjálparhönd í bankahruninu meðan Bandaríkjamenn gerðu ekkert. Þeir féllust á að gera við okkur gjaldmiðlaskiptasamninga á nákvæmlega sama tíma og Bandaríkjamenn höfnuðu að rétta okkur svo mikið sem litla fingurinn. Þvert á móti – einsog datt út úr ræfli mínum í umdeildu sjónvarpsviðtali - Bandaríkin sýndu okkur fingurinn!"
Það má heldur ekki gleymast að Rússar buðust til að hjálpa okkur líka.
 
Hér er forn ráðgjöf sem hann Quintus Ennius er borin fyrir en hann var uppi á milli 169 og 239 fyrir Krist: A friend in need is a friend indeed.
Sú bitra reynsla er því forn og hefur margsannað sig að vinur í raun er betri en sá falski vinur sem hleypur frá um leið og eitthvað fer úrskeiðis.
Það er sjálfsögð kurteisi að taka vel á móti gestum en heimska að trúa því að allir séu þeir vinir í raun
 

mbl.is „Sárvantar úttekt á samskiptum Íslands og Kína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband