Taka verður á vandanum, ekki bara fresta

Í aðdraganda kosninga 2009 var mikið talað og malað um skuldir heimilanna, þær eru enn að aukast þó mörg fögur orð hafi verið sögð af frambjóðendum til að afla fylgis.

Margoft áréttaði ég á framboðsfundum að það yrði að taka á þessu með afgerandi hætti í stað skyndilausna sem frestuðu bara vandanum.

Við nauðungarsölu á fasteign fara fram afskrift á áhvílandi skuldum sem eru umfram mat á söluverði fasteignar á almennum markaði, því er það ekki annað en tímaspursmál hvenær slíkar afskriftir verða gerðar á skuldum þúsunda heimila

Það þarf að grípa inn í fyrirséða atburðarás með lagasetningu sem færir ráðgjafamiðstöð heimilanna vald til að skipa skiptastjóra til handa hverjum þeim eiganda fasteignar (ekki fyrirtækjum) sem eftir því óskar og ráðgjafamiðstöð heimilanna hefur metið greiðslufæra.

Slíkur skiptastjóri ætti að hafa vald til að kalla saman veðhafa og framkvæma þessar afskriftir með lokuðu uppboði á viðkomandi fasteign, þar sem til hliðsjónar yrði haft raunmat á verðmæti eignarinnar. Að þessu loknu yrði fyrri eiganda fasteignar gefin kostur á forkaupsrétt og 36 mánaða leigðu/keyptu fyrirkomulagi, þar sem leiga yrði metin að hluta til sem útborgun.

Einstaklingar sem lent hefðu í alvarlegum fjárhagsáföllum fengju því að búa áfram í sinni íbúð og gætu keypt hana aftur, en væru jafnframt búnir að fá afskrifaða alla yfirveðsetningu.

Fari sem horfir er gert ráð fyrir að þúsundir heimili fari fljótlega í greiðsluþrot sem þýðir sundraðar fjölskyldur og brotnir einstaklingar, persónuábyrgðir vina og vandamanna hafa spunnið vef samábyrgðar í samfélaginu sem mun valda meiri sundrungu í samfélaginu en nokkurt fé fær bætt, slíkum hamförum verður að forða með skipulögðum hætti og langtímalausnum í stað skyndilausna.
Fjárhagslegt uppgjör sem byggir á staðfestri greiðslugetu einstaklinga og á raunverðmæti fasteigna er framtíðarlausn.


Án vonar um viðreisn mun fólk gefast upp eða yfirgefa landið, og eftir sitja verðlausar lánastofnanir með verðlitlar fasteignir í fátækari samfélagi sundrungar og hnignunar.


mbl.is Tekjulágir bera stóra byrði heildarskulda heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband