Hvar eru göngin

Er ekki löngu komin tími á að gera göng undir Fjarðarheiði og koma Seyðfirðingum í almennilegt vegasamband,og það eru ekki bara þeir sem þurfa að fara heiðina heldur fara þúsundir ferðamanna þessa leið líka eftir siglingu með Norrænu.

Það er löngu tímabært að ljúka rannsóknum og hefjast handa við hönnun svo hægt sé að gera göngu undir Fjarðarheiði í beinu framhaldi af Norðfjarðargöngunum.

Sé þetta ekki á samgönguáætlun þá má einfaldlega breyta henni.

Hér er slóðin á framlagða samgönguáætlun fyrir 2009-2012, og er lesendum bent á að senda samgönguráðherra og þingmönnum beiðni um að koma Seyðisfjarðargöngum inn á áætlun.

http://www.althingi.is/altext/138/s/pdf/0973.pdf


mbl.is Samgönguáætlun lögð fram á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefði verið skynsamlegra að bora þetta gat á undan gatinu til Siglufjarðar. Vandamálið er að samgönguráðherra er ekki úr ykkar kjördæmi.

Göng til Seyðisfjarðar ættu að vera forgangsframkvæmd í vegamálum.

Gunnar Heiðarsson, 21.4.2010 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband