Ábyrgð þeirra sem kjósa

Hún kemur nú í ljós, ábyrgðin sem hvílir á kjósendum þeirra flokka sem eru í ríkisstjórn.
Það voru þeir sem veittu Samfylkingu og Vinstri Grænum það brautargengi sem þurfti til að ná völdum, söluræðurnar og hræðsluáróðurinn virkaði hjá þessum flokkum til að komast í stólana kæru sem hafa verið falir til styrkþega.

Meirihluti þjóðarinnar kaus þessa flokka af frjálsum og fúsum vilja og við eigum þetta því skilið, en ég finn til með þeim þúsundum sem þjást og mun svíða undan kosningasvikunum um skjaldborgina.

Nú göngum við til sveitarstjórnakjörs og þeir sem þar ná kjöri þar geta gert það sem margir hafa nú þegar gert hjá sveitarfélögum landsins, þeir geta skuldsett sveitarfélöginn svo mikið að fasteignir verða verðlitlar og ill seljanlegar til framtíðar vegna þess hvað álögur verða miklar, því það eru íbúar sveitarfélaganna sem borga reikningana fyrir rest.

Það er því mikil ábyrgð sem fylgir hverju atkvæði og því rétt að vanda valið eða skila auðu.

Betra er autt sæti en illa skipað.


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það er alveg hárrétt hjá þér að þetta er á ábyrgð þeirra sem kusu þessa flokka.

Að halda að vinstri hreyfing fari að gera einhverjar rósir er álíka líklegt og að Norður Kórea hætti með kjarnavopn. 

En þetta vildi fólkið, að Ísland yrði Kúba norðursins.

Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.5.2010 kl. 09:07

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þegar frambjóðandi brýtur bókstaflega öll kosningaloforð og kemst til valda á svikum og röngum forsendum, er ekki við kjósendur að sakast á sjálfsögðu. Það sýndi sig að Jóhanna og Steingrímur ætla að nota tíma til að byggja undir sjálfan sig því þau vita sem er að þeirra tími er liðin og verður aldrei lengur enn til kosninga...það er ekki hægt að bera saman Kúbu og Ísland....

Óskar Arnórsson, 28.5.2010 kl. 09:23

3 Smámynd: Júlíus Valdimar Finnbogason

Það má vera að það sé ekki hægt að bera það saman en ég benti á þetta fyrir kosningar, þ.e.a.s. að það var enginn lausn að láta völdin í hendurnar á vinstri mönnum eins og Steingrími J.

Þekki bæði hægri og vinstri vel enda var ég einn stofnenda á vinstri hreyfingu fyrir 15 árum. Er hægri maður í dag enda er ég á þeirri skoðun að ef þú sem einstaklingur gerir vel í viðskiptalífinu þá átt þú að hagnast manna mest á því en ekki einhver Jón úti í bæ sem lyfti ekki putta. 

Enginn vill taka áhættur en allir vilja gróðan og svo eru þeir fáu sem taka áhættur og græða. Þegar það gerist þá verður bitur leikinn og öfundin svo mikil að það er hrein skelfing að horfa uppá það. 

 X-D alla daga fyrir mína parta. Spilling allsstaðar en ég tel þá einfaldlega hæfasta. 

Júlíus Valdimar Finnbogason, 28.5.2010 kl. 09:59

4 Smámynd: Óskar Arnórsson

það þarf að samræma hæfni og heiðarleika og það virðist ekki vera það léttasta í dag...

Óskar Arnórsson, 28.5.2010 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband