Verjum auðlindina

Lengi hefur manni fundist hálfgerð villimennska ríkjandi við hreindýraveiðar og græðgivæðing hafa ríkt í þessu kerfi.

Þegar upp er staðið eru veiðimenn að borga yfir 10.000kr fyrir kg af kjöti sem gerir hreindýraveiðarnar með tímanum að sporti fyrir yfirstéttina.

Mér að vitandi fer enginn skipulögð ræktun fram á dýrunum né er tryggt að ekki séu falegustu og sterkustu dýrin felld, sem hlýtur að vera sterk tilhneiging til hjá veiðieftirlitsmönnum sem keppast um hilli veiðimanna.

Vonandi hef ég ekki rétt fyrir mér og einhver getur upplýst mig um faglegar rannsóknir sem tryggja það að hæfustu dýrin séu látin lifa, en ekki bara treyst á að nokkrir samviskusamir veiðieftirlitsmenn velji útlitsfallegustu dýrin til að lifa áfram.

Þá finnst mér það mjög óeðlilegt að umsjónaraðili veiðanna Umhverfisstofnun, hafi beinan fjárhagslegan ávinning af þessum veiðum sem og öðrum veiðum og tel það sterkan hvata til að auka veiðar.

Gott að alvöru rannsóknir eru í gangi, en bæta þarf um betur og tímabært að taka upp merkingar á hvaða dýr á eða á ekki að fella til að tryggja sterkan stofn.


mbl.is „Þarna opnast alveg nýr heimur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Átta mig ekki á þessum tölum: 10.000 kg?

Hvað kosta veiðileyfin og hver er fallþunginn? Hann er varla mikið minni en 50-60 kg?

Þá ættu veiðileyfin að kosta um eða yfir hálfa milljón! 

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2010 kl. 15:58

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

... afhverju mega bændur ekki rækta hreindýr á íslandi ?

Óskar Þorkelsson, 19.10.2010 kl. 16:17

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Fyrst greiða menn veiðileyfið, svo greiðir þú veiðieftirlitsmanni frá kr 30.000 til 100.000 pr dag, svo þarf að úrbeina kjöt og vinna, sumir þurfa að fljúga að sunnan, kaupa sér gistingu og jafnvel taka sér frí frá vinnu.

Samkvæmt mínum upplýsingum ertu ekki að fá nema 30 til 60 kg af kjöti pr dýr, eftir því hvort um er að ræða kú eða tarf.

Þá er ég ekki búin að telja upp skotvopn og búnað sem er ekki gefins.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.10.2010 kl. 16:51

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Rétt Óskar og hvers vegna má ekki rækta hænsnfuglinn rjúpu líka

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 19.10.2010 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband