Dulin hlið

Eitt sem fáir mynnast á er það að ákveðin ferðaþjónustufyrirtæki eru að selja ferðir á svæði í eigu annarra sem og þjóðarinnar. Þessir aðilar berjast gegn gjaldtöku landeigenda sem og krefjast þess að þeir geti ráðstafað skattfé almennings til að styrkja eigin rekstur við sölu ferðum sem ekki eru söluhæfar.

Þar er ég að tala um kröfu þessara aðila á Vegagerðina og sveitarfélögin um þrif, salerni, hálkuvarnir og snjómokstur til að ferðamenn geti upplifað þær ferðir sem þessi fyrirtæki hafa lofað gegn gjaldi við sölu ferða að uppfylla.

Frumvarp Ragnheiðar Elínar iðnaðarráðherra um gjaldtöku er frumvarp um nýja stofnun og aukið flækjustig sem er vísun á vandræði og gríðarlega sóun fjármuna, við eigum að innheimta komugjald á alla farþega og láta Umhverfisstofnun í samráði við ferðaþjónustuna sjá um að útdeila fjármagninu til framkvæmda.

Þannig verður það fé sem fæst með gjaldtökunni best nýtt en ekki með því að fjölga smákóngum í kerfinu, eða hleypa nærsýnum eiginhagsmuna poturum og ættingja hyglurum að verkefninu.


mbl.is Ísland krepptur hnefi um posa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: aage

Algjörlega sammála þér. Þessi leið væri farsælust. Ætti einnig að tryggja að íslenskir ríkisborgarar geti áfram skoðað landið sitt skattfrjálst.

aage, 6.4.2014 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband