Að snúa öllu á hvolf

Að snúa öllu á hvolf eru viðbrögð Forsætisráðherra sem virðist ekki skilja hvað var rangt af Hönnu Birnu að gera, segir það ekki allt sem segja þarf um siðferðisþroskann.

Skelfilegast er samt að sjá hvað innviðir stjórnsýslunar eru orðnir skemmdir og veikburða eftir áratuga inngrip stjórnmálamanna í starfsmannamál, þeir sem eiga að þekkja lög og reglur gefa eftir sem fúasprek fyrir yfirgangi ráðherrans og aðstoðarmanna.

Af þessu þarf þingið að læra og styrkja innviði stjórnsýslunar, tryggja hæfi starfsmanna og vernd gegn yfirgangi tímabundinna stjórnmálamanna.

Þingið ætti líka að hafa vit til að taka á ráðningu aðstoðarmanna ráðherra og láta það ferli fara fram á vegum stjórnsýslunar, þar á hæfasti umsækjandinn að vera ráðinn og skýrt að húsbóndavaldið sé ekki stjórnmálamannsins.

Við ættum líka að ræða í fullri alvöru breytingar í þá átt að ráðherrar séu ráðnir á faglegum grunni til að stýra stjórnsýslunni og svara á Alþingi fyrir störf sýn, en ekki sé mishæfum tímabundnum stjórnmálamönnum komið í embætti sem þeir hafa hvorki getu né þekkingu til að takast á við.

Auk þess voru þessir stjórnmálamenn aldrei kosnir til að gegna ráðherraembætti, þeir voru kosnir til að sitja á Alþingi Íslendinga sem fulltrúar við setningu laga en ekki til að vera að grufla í daglegum störfum stjórnsýslunar.

Það hefur lengi verið talið einkenna þá sem ekki ráði við starf sitt að þeir gangi stöðugt inn í störf undirmanna sinna, að fólk á löggjafaþinginu sé sífellt ð ganga í störf stjórnsýslunar er því ekki gæfumerki.

Ég skil samt vel að forsætisráðherra sé órótt við að sjá hvað þjóðin er orðin virk og farin að fylgjast vel með verkum stjórnmálamanna, sem hingað til hafa nánast gengið lausir um sameiginlega fjármuni og eignir þjóðarinnar.

Fjármála og forsætisráðherra sem eru fulltrúar hinna efnameiri hafa eflaust orðið áhyggjur af komandi endalokum valdatíðar og hugsanlegu uppgjöri á þeirra eigin verkum.

Trompið sem felst í að skattleggja þrotabú föllnu bankana á samt eflaust eftir að virka sem afsalsbréf ef vel tekst til.


mbl.is Þjóðin læri af lekamálinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Orð í tíma töluð. Takk fyrir góðan pistil.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2014 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband