Brostin tiltrú

Forseti Íslands, Forsætisráðherra og Biskup þjóðkirkjunnar hafa öll flutt hugvekjur að venju um þessi áramót, öll kvarta sáran yfir bölsýni og gagnrýni landsmanna.

Öll hafa þessi embætti notið ákveðinnar virðingar og hylli í gegn um áratugina en sú virðing hefur að mestu byggst á óskhyggju og tiltrú vegna áróðurs flokksstýrðra fjölmiðla.

Núna er þjóðin hefur séð lygavefina sem spunnir hafa verið í gegn um tíðina í krafti starfstitla verður breyting á, nú verða menn og konur að sanna eigið ágæti og ávinna sér virðingu og traust til embættis.

Það er kannski sárt að sitja undir vantrú og gagnrýni, en öll sóttust þau eftir embættunum og þiggja rífleg laun fyrir ásamt veglegum verðtryggðum eftirlaunum en allt kemur þetta úr vösum almennings.

Væl er ekki trygging fyrir vorkunn og svikin þjóð er sem krumpað pappírsblað, það tekur langan tíma að slétta slíkt.


mbl.is „Það er allt dregið í efa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Gleðilegt ár Þorsteinn, takk fyrir það liðna. Ég er sammála þér smile............

Níels A. Ársælsson., 1.1.2015 kl. 23:56

2 Smámynd: Aztec

"Þau sem hlýddu á Jesú og urðu vitni af krafta­verk­um hans hrif­ust af hon­um. "

Þetta er alrangt hjá Agnesi. Jesús framdi engin kraftaverk, eins og samtíðarmenn hans vissu manna bezt. Það á ekki að trúa bókstaflega á Nýja-Testamentið, kraftaverkasögurnar og allt annað yfirnáttúrulegt í guðspjöllunum er yfirvarp yfir hversdagslegar trúarathafnir, eins og ég hef skrifað færslur um. En þessar skálduðu sögur þjónuðu tilgangi sínum: Að skapa ný trúarbrögð, þ.e. kristna trú.

Aztec, 1.1.2015 kl. 23:57

3 Smámynd: Jón Páll Garðarsson

Átti hún ekki að beina þessum orðum að Alþingi, en ekki til þjóðarinnar?

Jón Páll Garðarsson, 2.1.2015 kl. 03:12

4 identicon

Exactly !practise what you preach.!!!

Deane Júlían Scime (IP-tala skráð) 2.1.2015 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband