Grunsamlega fljótir til ásakana

Merkilegt hvað menn eru fljótir til við að styðja óbeint ásakanir um morð að undirlagi Pútins.

Það hefur kannski gleymst að það voru valdaræningjarnir í Úkraínu sem létu leyniskyttur skjóta mótmælendur til að espa upp fólkið gegn kjörnum stjórnvöldum, hver segir að þessir sömu vinir utanríkisráðherra séu ekki að láta skjóta Bor­is Nemt­sov til að espa fólk.

Halda menn virkilega að fólk átti sig ekki á því að það er fyrir löngu hafið stríð á efnahags og fjölmiðlasviðinu þar sem stöðugt er verið að beita blekkingum.

Krefjumst þjóðaatkvæðagreiðslu um veruna í NATO, það voru sömu aðferðir notaðar við NATO aðildina og beitt var við ESB aðildarumsóknina.

Blekkingum var beitt og farið fram hjá þjóðinni sem aldrei hefur fengið að kjósa um þessar tvær ákvarðanir, sem skipta okkar framtíð svo miklu.

Byggjum upp okkar eigin fjölskyldusamfélag en hættum að vera copy paste samfélag, hvar er dugurinn og þorið sem þarf til að vera sjálfstæð þjóð.

Finnst einhverjum virkilega eftirsóknavert að vera í hjörð læmingjana sem stefna að stríði, viljum við vopnaða herlögreglu á götum Reykjavíkur og búa í samfélagi ótta.


mbl.is „Draga verður gerendur til ábyrgðar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband