Heimsmet í hræsni

Íslendingar vilja hjálpa flóttamönnum frá Sýrlandi en gleymum ekki að Líbýa fékk líka lýðræðis meðferð.

 

Er ekki rétt að við öxlum ábyrgð á okkar eigin utanríkisstefnu sem misvitrir ráðherrar hafa framfylgt og það oftast án vitneskju annarra landsmanna að virðist.

Ráðumst að rót vandans og hættum að magna upp átökin sem valda flóttamannastraumnum og hjálpum við friðarferli.

Að slíta sundur fjölskyldur í Sýrlandi og annarstaðar til að sefa eigin slæma samvisku er engin lausn, hvers eiga þeir að gjalda sem við skiljum eftir og þurfa að takast á við afleiðingar átaka.

Sýrlandi

Það hjálpar engum að greiða miljónir fyrir myndatökutækifæri stjórnmálamanna við hlið flóttamanna, að nýta sér eymd annarra er lágkúrulegt og það sérstaklega þegar þessir sömu aðilar eiga hlutdeild í mögnun átakanna.

Sér fólk virkilega ekki samhengið á milli stuðnings Íslands við aðgerðir NATO og Bandaríkjamanna, og flóttafólks sem flýr sprengjuregnið til okkar heimshluta.

Það er nefnilega oftast mest öryggið fólgið í því að standa við hlið þess sem heldur á byssunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Þorsteinn.

Auðvitað er þessi skilgreining þín hárrétt.

Flest erum við þér líklega sammála, nema þeir háværu Íslendingar sem vilja flytja inn flóttafólk í hundraða eða þúsundatali þrátt fyrir hörmulegt og óafsakanlegt ástand aldraðra og minni máttar hér á Fróni í ójöfnuðinum og spillingunni.

Það vekur reyndar upp áhugaverða spurningu:

Eru öll þessi óraunhæfu yfirboð í innflutningi þessa fólks ekki í raun og veru dulið samviskubit yfir aðkomu okkar og meðvirkni að srengjuregninu og vopnaskakinu öllu?

Jónatan Karlsson, 5.9.2015 kl. 10:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sannarlega heimsmet í hræsni.

Helga Kristjánsdóttir, 5.9.2015 kl. 14:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband