Mokað úr vösum landsmanna

Hvað ætli að þetta fólk fái mikil laun fyrir stjórnarsetu í fyrirtækinu okkar og 400.000.000 í arðgreiðslu til eigandans?

Við erum eigandinn og persónulega vill ég frekar sjá lækkun á raforkureikningnum sem og sameiningu á þessum ríkisfyrirtækjum okkar Landsnet og RARIK sem eru orðin baggi á almenningi, og landsbyggðin nánast kiknar undan álagningu þessara fyrirtækja.

Hvaða samsafn fáráða samþykkti að koma á samkeppni á milli ríkisfyrirtækja sem þýddi stofnun dótturfyrirtækis hjá RARIK sem kallast Orkusalan með sér stjórn og tilheyrandi kostnaði fyrir almenning.

Okkur er nær að hætta þessu rugli og sameina allan opinbera orkupakkann í eitt fyrirtæki sem hefur það markmið að lágmarka kostnað fyrirtækja og almennings


mbl.is 400 milljóna arður og ný stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband