Eftirmálar hinna huglausu

Ákvörðun Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar um að styðja innrás bandaríkjamanna og Breta inn í Írak var vanvirða við lýðræðið og hugleysi. Þeir báru málið ekki undir þingið eða utanríkismálanefnd en samt ásakar þá enginn um hlutdeild í morðunum, nauðgununum eða öðrum limlestingum.

Ég lít svo á að þeir hafi verið þátttakendur engu síður en stríðshaukarnir sem þeir studdu. Þeir eru því samkvæmt skilgreiningu stríðsmenn, dráparar, pyntarar sem gera líf barna, foreldra og hvers einasta manns sem fyrir verður að hreinasta helvíti! Að vísu steig fram virtur lögfræðingur og sagði ákvörðunina um að styðja stríðsrekstur í Írak, hafi verið fyllilega samkvæmt íslenskum lögum en hún var jafn siðlaus fyrir það og færði okkur ævarandi skömm sem og ataði þjóðfána okkar blóði saklausra.

Ég á þá ósk að stríðsglæpadómstóll fjalli um þessi stríð og dæmi þá seku sem lugu til að réttlæta það og þá sem tóku þátt en líka meðreiðasveinanna huglausu sem hvöttu til stríðs en földu sig svo þúsundum kílómetra frá.

Því er jafnvel haldið fram að rýtinginn sem þeir ráku í bak Íraka hafa verið vegna draums um meiri peninga frá herliðinu á Íslandi, Framsóknarflokkurinn er staðfastur er kemur að ósk um þátttöku í stríðsrekstri NATO og vinnur hörðum höndum að því að senda Íslendinga til beinnar þátttöku í hæfilegri fjarlægð frá víglínunni.

Þurfum við kjósendur ekki að fara að setja þessu siðblinda fólki skýrari línur.

Slóð peninganna

Innrásin í Írak

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband