Mannleg stjórnun

"Menntun byggist ekki á titlum eða innrömmuðum skjölum á vegg til að sanna skólavist fyrir öðrum.

Menntun er samnefnari yfir viðmót, framkomu, viðhorf, orðaval og hegðan gagnvart öðrum í daglegu lífi."   (Þýðing á óþekktum höfund)

 

Starf stjórnenda hefur í raun lítið breyst í gegn um aldirnar þó blæbrigðamunur sé eftir tíðaranda, verkefni og árferði.

Þegar vel árar og næg atvinna er verða stjórnendur umburðalyndari og leggja mikið upp úr góðum starfsanda, þegar illa árar og offramboð er af starfsfólki virðist gamla óttastjórnunin ná yfirhöndinni og lítið sem ekkert umburðarlyndi verður til staðar í excel skjalinu um afköst og árangur.

Það er nánast endalaust verið að selja stjórnendum nám vegna nýrra sem eldri kenninga og tískustrauma í stjórnunarstíl, margt er gott að læra eða rifja upp en sumt er varla tímans eða peningana virði.

Oft finnst mér að í raun sé verið að kenna skammsýna græðgivæðingu sem skilar litlu öðru en tímabundnum ávinning sem skemmir langtíma hag beggja og eftir situr kulnaður starfsmaður og tapaður mennta sem þjálfunarkostnaður

Gættu vel að þeim fræjum sem sáð er í huga þér, því það bera ekki öll góðan ávöxt.

Digrir fræðslusjóðir hafa mikið aðdráttarafl fyrir kennsluiðnaðinn og væntingasalan magnast.

Komin með áratuga reynslu af stjórnun er mín niðurstaða sú að námsefnið er flest gott og hjálplegt en þegar upp er staðið er það einstaklingurinn sjálfur sem öllu skiptir, hæfileikinn að virða ólíkar manneskjur og getan til að tengjast annarri manneskju sem hið innra sjálf stjórnandans.

Manneskja sem ekki getur skilið eða lesið annað fólk, líðan þess og getu til að takast á við verkefni á ekki að starfa við stjórnun. Slíkur stjórnandi dreifir bara vanlíðan meðal starfsmanna, dregur úr getu þeirra sem vilja og starfsþroska

Mikil starfsmannavelta, tíð veikindi, einsleitt starfsmannaval og slæmur starfsandi er fylgifiskur slíkra stjórnenda sem eru í raun að valda þeim sem honum greiða laun töluverðu langtíma tjóni með neikvæðri stjórnun, sóun og skemmdum á starfsmanna auði sem langtíma skaða á orðspori.

Þvingað vinnuframlag hæfir frekar vélbúnaði en manneskjum, hugurinn fylgir ekki framlaginu og þá verða gæðin rýr sem takmörkuð auk þess sem lítil tryggð og hollusta leggst við verkefni.

Oftar en einu sinni hefur það verið mitt verkefni að vinda ofan af vinnustað þar sem samskipti eru komin í hnút og vinnustaða andinn orðin mannskemmandi með tilheyrandi vanlíðan allra.

Í öllum þessum tilfellum hefur tekist að greiða úr flækjum á einfaldan hátt með þeirri einföldu aðferð að greina, greiða og gefa.

Greina með því að lesa fólk og hlusta til að heyra öll sjónarmið og frá sem flestum hliðum

Greiða úr samskiptaflækjum með samtölum sem og teymisvinnu deilenda

Gefa fólki tækifæri til að sýna sig og getu sem og mennta, styrkja og rækta einstaklinginn sem hópinn.

Um leið og byrjað er að greiða úr samskiptaflækjum og ýtt er við fólki rakna hlutirnir oftast upp af sjálfu sér og fljótlega man ekki margur hvað var í veginum fyrir góðu samstarfi og jákvæðum vinnustaðaanda.

Við erum sem betur fer þeim eiginleika gefin að gleyma flest fljótlega leiðindum en muna hið jákvæða.

Það á að vera gaman í vinnunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband