Sameining höfuðborgar

Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er mikið hagsmunamál okkar íbúana en ekkert endilega hvetjandi fyrir þá sem njóta góðra laun í núverandi fyrirkomulagi og flokkarnir njóta líka góðs af núverandi sóun fjármuna okkar skattgreiðenda.

Krafan um sparnað og hagræðingu verður að koma frá okkur sjálfum, ég læt hér fylgja með sem viðhengi smá yfirlit yfir það hvað margir miljarðar renna úr okkar vösum í þessa óseðjandi ófreskjur sem stjórnkerfin eru orðin og laun nokkurra starfsmanna.

Upplýsingarnar eru fengnar úr opinberum gögnum

Fyrir mér er það algjör bilun að vera ekki fyrir löngu búin að sameina sveitarfélöginn á höfuðborgarsvæðinu, hér eru nokkrar tölfræðilegar staðreyndir um það hvað margir tugir miljarða af okkar skattfé eru að brenna upp á hverju ári

Laun_borgarfulltrua_uppfaerd/

Frá ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 10. september 2019 13:32:

"Grunnlaun borgarfulltrúa: kr. 763.833.
Grunnlaun 1. varaborgarfulltrúa kr. 534.683.
Borgarfulltrúi fær greiddan starfskostnað kr. 55.164, til að mæta öllum persónulegum kostnaði vegna starfsins.

Borgarfulltrúi á rétt á 25% álagi á laun ef hann gegnir formennsku í fagráði/borgarstjórnarflokki eða ef hann situr í þremur eða fleiri fastanefndum.
Borgarfulltrúi sem situr í borgarráði á rétt á 25% álagi á laun, kjörinn varamaður á rétt á 6% álagi og formaður borgarráðs á rétt á 40% álagi.
Forseti borgarstjórnar á rétt á 25% álagi á laun.

Laun borgarfulltrúa með 6% álagi (varamaður í borgarráði) kr. 809.663.
Laun borgarfulltrúa með 25% álagi (s.s. vegna setu í þremur nefndum) kr. 954.791.
Laun borgarfulltrúa með 2*25% álagi (s.s. vegna setu í borgarráði og öðrum þremur nefndum) kr. 1.145.749.

Laun 1. varaborgarfulltrúa með 6% álagi (varamaður í borgarráði) kr. 580.513.
Laun 1. varaborgarfulltrúa með 25% álagi (s.s. vegna setu í þremur nefndum) kr. 725.641."


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband