Þegar á vináttuna reyndi

Ágætt að rifja aðeins upp þessa miklu vináttu Bandaríkjamanna sem á reyndi eitt sinn.
 
Hér eru orð fyrrum utanríkisráðherra okkar 2009–2013.
 
"Mestu skiptir þó að Kínverjar réttu okkur hjálparhönd í bankahruninu meðan Bandaríkjamenn gerðu ekkert. Þeir féllust á að gera við okkur gjaldmiðlaskiptasamninga á nákvæmlega sama tíma og Bandaríkjamenn höfnuðu að rétta okkur svo mikið sem litla fingurinn. Þvert á móti – einsog datt út úr ræfli mínum í umdeildu sjónvarpsviðtali - Bandaríkin sýndu okkur fingurinn!"
Það má heldur ekki gleymast að Rússar buðust til að hjálpa okkur líka.
 
Hér er forn ráðgjöf sem hann Quintus Ennius er borin fyrir en hann var uppi á milli 169 og 239 fyrir Krist: A friend in need is a friend indeed.
Sú bitra reynsla er því forn og hefur margsannað sig að vinur í raun er betri en sá falski vinur sem hleypur frá um leið og eitthvað fer úrskeiðis.
Það er sjálfsögð kurteisi að taka vel á móti gestum en heimska að trúa því að allir séu þeir vinir í raun
 

mbl.is „Sárvantar úttekt á samskiptum Íslands og Kína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Hvað gerðu Normenn þegar allt hrundi hjá okkur. Okkur kemur ekkert við ykkar ógöngur í fjármálum sögðu þeir og við þökkuðum þeim með að samþykkja Op3 fyrir þá!

Sigurður I B Guðmundsson, 5.9.2019 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband