Axlar þetta fólk ábyrgð

Héraðsdómur Reykjavíkur vísar frá máli Eflingar gegn tveimur fyrirtækjum sem keyrð hafa verið í jörðina með röngum sakargiftum samkvæmt þessari frétt.

Nú er það bara spurning hvað mikið Efling þarf að greiða í bætur fyrir það tjón sem stéttarfélagið er búið að valda þessum fyrirtækjum sem og fyrir þau mannorðsmorð sem framin hafa verið með dyggri aðstoð fólks á netmiðlum sem sett hefur sig í dómarasæti án málsgagna.

Það er oft mjög opinberandi að lesa hvað fólk skrifar um sýna samborgara, skrifin segja margt um þann sem ritar en oftast ekkert um þann sem ritað er um.

Varðandi þennan málarekstur allan er líklegast að tveir til þrír öflugir lögfræðingar geti gert það að ábatasömu starfi fram að fyrningartíma ummæla að lögsækja þá sem tekið hafa þátt í þessum rógburði og mannorðsmorðum á netmiðlum.

Ég óska þeim sem setið hafa undir þessum áburði uppreisn æru og bóta þess tjóns sem orðið hefur.

Forustufólk stéttarfélaganna tapar hins vegar engu öðru en félagsgjöldum sinna félagsmanna.

Efling tapar dómsmáli

Málsgögn Héraðsdóms


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband