Hrossabúskapur hjá ISAVIA

Þegar ég hóf að aka sem leigubílstjóri fyrir stuttu opnuðust augu mín fyrir skelfilegri móttöku ferðamanna við flugstöð Leifs Eiríkssonar, svona er reglugerð um aðstöðu fyrir útigang hrossa.

Úr Reglugerð nr.910 frá 2014 um velferð hrossa. Í 18.gr.Útigangur.

"Þar sem hross eru höfð á útigangi skal, ef nauðsyn krefur, koma upp aðhaldi til að reka þau í, svo hægt sé að sinna eftirliti, umsjá og meðferð skv. 11. gr.

Hross sem ganga úti skulu geta leitað skjóls fyrir veðri og vindum. Þar sem fullnægjandi náttúrulegt skjól, svo sem skjólbelti, klettar og hæðir, eru ekki fyrir hendi skulu hross hafa aðgang að manngerðum skjólveggjum sem mynda skjól úr helstu áttum. Hver skjólveggur skal að lágmarki vera 2 metrar á hæð og svo langur að öll hross hjarðarinnar fái notið skjóls. Skjólveggir skulu byggðir þannig að þeir valdi ekki slysahættu né hræðslu hjá hrossum. Við eftirlit og mat á aðbúnaði hrossa á útigangi, svo sem hrossaskjól, skal litið heildstætt á þá þætti sem hafa áhrif á velferð hjarðarinnar svo sem fóðurástand, landgæði, skjól og veðurfar á svæðinu."

Upp við alþjóðaflugvöll okkar Íslendinga er ekkert víst að MAST mundi samþykkja útigöngu hrossa, en okkur finnst sjálfsagt að vísa ferðamönnum út í slagveðursregn, skafrenning og storma án skjóls til að komast í bifreið sem ekur farþegum á brott.

ISAVIA innheimtir stæðisgjöld af rútum og leigubifreiðum sem gefur tekjur upp á ca 500.000 á dag af leigubílum og eflaust annað eins af rútum þannig að fjármögnun bifreiðaskýlis er trygg og löngu lokið.

Ég skora á ISAVIA að byggja yfir rútur og leigubíla þannig að farþegar njóti skjóls og upplifun þeirra af Íslandi verði betri en útigönguhrossa.

Metnaðarleysi í ferðaþjónustu mun ekki skila tekjum er fram í sækir ef við vanvirðum gestina sem eru að færa okkur tekjur og velmegun.

Hér er smá yfirlit yfir mikilvægi þessarar atvinnugreinar:https://www.ferdamalastofa.is/static/files/ferdamalastofa/talnaefni/ferdatjonusta-i-tolum/2022/okt/oktober-2022-isl.pdf

Byggja yfir komufarþega

 

 


mbl.is Burðarvirki austurálmu er langt komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband