Kærleikur og gott fordæmi

Kærleikur og gott fordæmi kemur í hugann, sé ekki í fljótu bragði hvað nýr prestur hefur með jörð að gera, eða á hann bústofn eða ætlar að hefja búskap kannski.

En eins og ég hef oft sagt, Þjóðkirkjan er bara rekstrarfélag fyrir Háskólamenntaða Ríkisstarfsmenn og hefur ekkert með trú að gera.


mbl.is Gert að flytja húsið frá Laufási
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Gerði prestssonurinn ekki samning, sem hann mun hafa ákveðið að gera í samráði við kirkjuna? Var honum alls ókunnugt um ákvæði samningsins .... eða

Það er erfitt að koma auga á hræsnina í því að óska þess að menn virði samninga þá sem þeir gera, án allrar þvingunar. Nú er meira að segja all langur tími liðinn síðan sr.Pétur andaðist. Er ekki bara komið að því að menn efni ákvæði samningsins ?

Vil einnig bæta hér inn góðum pistli sr. Karls V. :

Smámynd: Karl V. Matthíasson

 

Dapurleikinn við þetta er sá að prestssetrin ganga ekki í arf. 

Þegar sr. Geir hættir í Reykholti taka börnin hans ekki við, hið sama gildir um prestinn í Stafholt og Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, Grenjaðarstað, Miklabæ, Holti í Önundarfirði, Borg á Mýrum og öll önnur prestssetur í landinu. ekki taka börn sr Egils Hallgríms við Skálholti þegar hann hættir og svona má lengi telja. 

Þegar prestur flytur á prestssetur þá veit hann og fjölskylda hans væntanlega líka að lok prestsskaparins þýða  því miður oft á tíðum sársaukafullan flutning. Við þetta hafa prestsekkjur og börn þeirra  búið um aldir og líka þeir prestar sem fara á eftirlaun, stundum eftir ártuga þjónustu.

Stundum finnst okkur þetta ranglátt. Ekki síst við slíkar aðstæður sem nú hafa komið upp í Laufásprestakalli. En svona er þetta.

Tek annars undir allt sem hefur verið sagt um sr. Pétur Þórarinsson hann var eitt fallegasta blóm kirkjunnar okkar.

Kalli Matt

Karl V. Matthíasson, 8.2.2008 kl. 00:57

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 8.2.2008 kl. 02:29

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Ég sé að orðið hræsni kemur upp í huga þér, en eins og ég hef margoft sagt og sagði.

Þjóðkirkjan er bara kjara og rekstrarfélag fyrir Háskólamenntaða Ríkisstarfsmenn, sem nota starfsheitið presta og hefur ekkert með trú að gera.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 8.2.2008 kl. 09:29

3 identicon

Hvernig standa málin í Vatnasfirði í Ísafjarðardjúpi?  Hver býr þar?

Auður (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband