Einkennileg framkoma

Mér finnst það einkennileg framkoma að skera burt fjárveitingar til Íslenskukennslu fyrir nýja Íslendinga, og koma svo fram sem söngvari með gömlum poppara, sem segist vera frelsaður frá rasisma í dag.

Eru þetta svona góðir gæjar, sem hafa þroskast í gegn um tíðina og vilja vel, eða er annar að afla sér vinsælda sem stjórnmálamaður, og hinn að reyna smá endurkomu eftir málaferli gegn blaðaumfjöllun, sem virðist hafa flutt ókeypis auglýsingar um hann, af forsíðum og á innsíður blaðana, svona annan hvern mánuð eða svo.

Fjölmiðlaathygli er það sem þeir lifa á, félagarnir.

En frábært er að vakinn sé athygli á málefnum innflytjenda og kynþáttafordómum, gaman væri líka að heyra meira um alla hina, sem þarna voru, komu fram og studdu framtakið.

Voru þetta tónleikar án gjaldtöku eða voru þetta styrktartónleikar til að styðja við einhver samtök eða félag, studdu einhver fyrirtæki við framtakið eða var þetta sjálfboðavinna tónlistarmannanna sjálfra, eins og svo oft er en ekki um getið.

Voðalega takmarkandi fréttaflutningur um atburðinn og lítil umfjöllun, má alveg styðja við góða hluti með ýtarlegri og vandaðri fréttaflutningi um svona viðburði.

Fréttastofan á stöð 2 hefur samt gert fréttinni skil, en gaman væri að vita hvort þetta væri svo einnar nætur gaman eða upphaf að meiri hlutum og langtímamarkmiðum.


mbl.is Sungið gegn fordómum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel athugað :)

Hildur L Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband