Glæsilegt

Og tromp bók hjá Sparisjóð ber 11% vexti í næstum 18% verðbólgu, þ.e.a.s ef þú hreifir innistæðuna ekki innan mánaðar.

Ef þú tekur út falla vextirnir niður í 8,35%.

Sniðugt að spara á Íslandi.


mbl.is Verðbólgan nú 17,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stokkarinn

Þekki ekki nákvæmlega með máli hjá Spron, en mér sýnist þú ekki vera að ávaxta peningana á réttri bók. Reyndar oft átt erfitt með að skilja af hverju hver banki er með svona margar mismunandi ávöxtunarleiðir.
En ég er allavega með 17.5% vexti hjá Glitni og 18% hjá Landsbankanum.
Ég er viss um að þú getur fengið betri ávöxtun en þetta hjá Spron, ef ekki ættir þú kannski að íhuga að færa viðskiptin.
Svo er líklega hægt að gera ráð fyrir að seðlabankinn hækki stýrivexti enn frekar og þá fylgja almennir vextir ca. viku síðar.

Stokkarinn, 26.11.2008 kl. 10:25

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Takk fyrir góð ráð, er sjálfur með mitt fé á netreikning.

Finnst bara að verið sé að ræna fólk með því að bjóða vaxtarkjör sem eru undir verðbólgu, það er löglegt en algerlega siðlaust að hvetja fólk til að auka sparnað, á sama tíma og verið er að bjóða svona kjör.

Miklu betra að kaupa bara smjörtunnur og súrt slátur til að geta selt síðar, endum líklega í slíkum aldargömlum viðskiptaháttum til að allt brenni ekki upp á innistæðureikningum bankana.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 26.11.2008 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband