Skelfing á þingi

Það er gríðarlegur áfellisdómur á Alþingi, að fá svona bréf sent frá Lögmönnum, er fátið og stjórnleysið orðið svo mikið að lagafrumvörpum er gusað út frá skyndilagastaðnum Alþingi án yfirlestrar, er Alþingi orðið sem bílalúga á vegasjoppu fyrir framkvæmdarvaldið.

Það verður að skipta um þessa 63 starfsmenn á Alþingi, og koma skipulaginu á vinnustaðnum í betra horf.

Þingið verður að tryggja fagleg vinnubrögð við lagasetningu, og fara að reka sig sem löggjafarsamkomu, en ekki sem skyndiafgreiðslustað fyrir lagfrumvörp framkvæmdarvaldsins, og hætta svo þessari eftiröpun á hirðsiðum erlendis frá.

Virðing er áunnin með góðum verkum, en ekki fyrirskipuð né áunnin með leikhústilburðum eða sýndarmennsku.


mbl.is Lögmannafélagið gagnrýnir vinnubrögð Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 5.12.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband