Blaður gagnast ekkert við morðingja

Ísraelsmenn hafa hundsað í áratugi, ályktanir öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, og eiga met á þeim vettvangi með að komast upp með það, með dyggum stuðningi Bandaríkjamanna.

Hvernig væri að hafa sjálfstæða utanríkisstefnu einu sinni, og rjúfa öll samskipti við Ísrael um leið og fólk er hvatt til að kaupa ekki vörur frá Ísrael.

Það væri þó tilraun til að gera eitthvað í málunum, í stað þess að blaðra eitthvað án þess að meina eitthvað.

Þetta sýnir bara hvað framboð Íslands til Öryggisráðsins var arfavitlaust, hver þarf á fleiri taglhnýtingum Bandaríkjanna að halda, þar innandyra.


mbl.is „Óverjandi aðgerðir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

heyr heyr ! Ég hef verið talsmaður þess að rjúfa tengslin við þetta mesta hryðjuverkaríki heimsins um langa tíð. 

Ég mundi jafnvel fyrirgefa Imbu slatta ef hún mundi leggja þetta til.  

Óskar Þorkelsson, 27.12.2008 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband