Skömm þjóðar

Það er skömm fyrir þjóðir að grýta þá sem segja sannleika og vara við áföllum, það er skömm að beita einstaklinga endurteknu einelti fyrir það að þora að segja frá.

Það verður ekki glansandi minnisvarðinn um þá stjórnmálamenn sem réðust á sendiboðann sem færði viðvörunarorð og fréttir af komandi hörmungum, til að beina frá sjálfum sér athygli, já til að fela eigið ráðaleysi, hylja slóðina og ummerkin um hvað þeir voru að gera á meðan stuttbuxnaliðið skokkaði um heiminn með heila þjóð sem ábyrgðarmenn á óútfylltum víxil.

Sporin liggja úr sameiginlegum sjóðum þjóðarinnar til reksturs flokkanna, aðstoðarmanna þingmanna í atkvæðasmölun fyrir þingmenn á kostnað þjóðarinnar og digurra eftirlaunasjóða.

Það er skömm að horfa á Davíð hent fyrir ljónin til að skemmta og svala blóðþorsta lýðsins, það verður skömm sem þjóðin mun draga á eftir sér sem fangakúlu samviskunnar, og mun verða minnismerki um heigulshátt þeirra stjórnmálamanna sem benda og hrópa, til að forða og hlífa sjálfum sér frá athyglinni á getu og ráðaleysinu, þeirra sem fórna öllu fyrir sæti í klúbbnum.

Bjóði Davíð Oddson sig fram, mun ég í fyrsta skipti á ævinni kjósa Sjálfstæðisflokkinn.


mbl.is Helgi Magnús: Davíð sendi bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Borgþórs

Þetta er illa upplýstur lýður sem hefur ekki einu sinni vilja eða áhuga á að sjá sannleikann.

Fólk vill sjá þessa spiltu auðjöfra halda áfram að blóðmjólka þjóðina og í blindni selja útlendingi Árvakur mann sem ekki einu sinni les íslensku.

Ragnar Borgþórs, 25.2.2009 kl. 08:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband