Skoðanakúgun dagsins í dag

Deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð.

Greiningardeild Ríkislögreglustjóra (GRLS) og Greiningardeild Varnarmálastofnunar Íslands (GVMSÍ) eru stöðugt í eftirliti með skrifum og tali landsmanna.

Hið svokallaða frelsi einstaklinga til skoðana og tjáningar er ekki til staðar, né er eðlileg málnotkun leyfileg vegna pólitísks rétttrúnaðar.

Sé orðalag ekki í samræmi við tilfinningar og orðaskilnings útvaldra er talað um hatursorðræðu og fólk er talið sakhæft vegna orðalags. Skrifi eða tali einstaklingar á netmiðlum og eða í síma óvarlega, og gáleysislega eru komnar fljótlega fram kærur vegna áforma um eitthvað ólöglegt og skelfilegt.

Þetta er samfélagið sem George Orwell skrifaði um í bókinni 1984 https://youtu.be/tnPbFPWcGxg?feature=shared

Kusum við þetta?


Íslensku hetjurnar

Fyrst eru flutt vopn til Úkraínu og svo kæligámar fyrir líkin, utanríkisstefna Íslendinga er þjóðinni til skammar og hræsnin yfirgengileg.

Í Úkraínu er mokað miljörðum til að espa og æsa, magna upp ófriðinn til að valda sem mestum blóðsúthellingu, á sama tíma eru fjöldamorðin í Palestínu fordæmd án aðgerða, bara bullað í fjölmiðla út í eitt.

Allur ófriður endar með samtali og í stað þess að bjóða fram traustan og háðan vettvang til að eiga slíkt samtal, hefur Ísland hegðað sér sem hýena, glefsað og vælt í fjölmiðlum.

Það mætti halda að áfengi réði dagsforminu og stefnuni.

Það þarf að skipta út utanríkisráðherra sem fyrst, og hefja þá vinnu sem felst í að bæta það gríðarlega tjón sem á orðstír landsins hefur verið unnin.

Stríðsskaðinn


mbl.is Ísland sendir kæligáma undir fallna hermenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband