Laugardagur, 21. júní 2025
Mannauðs eða útfarastjórnun
Fjölmörg fyrirtæki eru með mannauðsstjóra í starfi sem og eða kaupa slíka þjónustu hjá fólki, menntuðu á sviði mannauðs.
Það vekur alltaf hjá meiri furðu hvað þetta starfsheiti virðist oft vera öfugmæli, þetta sérmenntaða fólk virkar flest á mig sem útfarastjórar mannauðs fyrirtækja, ákvarðanir virðast oft byggjast á kenningum, tilfinningum og aldursfordómum frekar en rökhugsun.
Fjölmargir starfsmenn eru látnir fara frá fyrirtækjum með þeim röksemdum að ákveðnum aldri sé náð, áratuga reynsla, menntun eða uppsöfnuð þekking, upp á tugi miljóna skiptir allt í einu engu máli fyrir fyrirtækin, heilsuhreysti og tryggð er einskis metin lengur.
Þetta einkennir frekar stærri fyrirtækin þar sem stjórnendur fyrirtækjanna eru ekki þeir sem byggðu upp reksturinn, eru flestir menntaðir stjórnendur sem vita ekki hvað sigg er.
Með alla þessa menntuðu verkfræðinga og viðskiptafræðinga í störfum hjá atvinnulífinu, gæti maður ályktað að ákvarðanir yrðu vitrænni og fyrirtækin færu að skoða betur í hverju verðmæti liggja, byggingar, búnaður og tæki eru dautt dót sem má kaupa, selja, leigja og afskrifa eftir hentugleika en hinn raunverulegi auður í mannshuganum er einstök auðlind og enginn þeirra eins.
Margir stjórnendur eru óhæfir í starfi og komast upp með að loka á framlag einstakra starfsmanna sem eru kannski ekki skemmtikraftar, en hafa rök og nýsköpunarhugsun sem og frumkvæði til að bera, fyrir sumum eru þessir einstaklingar ógnun við þeirra starfsöryggi og sæta því einelti og útilokunar.
Það segir sig sjálft að það að slökkva á 4 af 10 tölvum fyrirtækis, er ekkert annað en skemmdarverk á innviðum og rýrir verðmætasköpun verulega, samt eru óhæfir stjórnendur mjög víða látnir komast upp með svona vinnubrögð.
Hluthafar og stjórnendur fyrirtækja og stofnana ættu að gera skýrar kröfur um rök að baki breytinga í starfsmannahaldi, láta kortleggja þekkinguna, reynsluna og láta virkja alla þá huga sem hjá þeim starfa til að nýta raunverulegan mannauð sem og gefa starfsfólki kost á að koma sínum skoðunum og ábendingum á framfæri.
Consult not your fears but your hopes and your dreams. Think not about your frustrations, but about your unfulfilled potential. Concern yourself not with what you tried and failed in, but with what is still possible for you to do.
Jón XXIII páfi
Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar:
"Bresku mannauðsstjórarnir töldu sömuleiðis að eldra starfsfólk væri afkastaminna en þeir yngri en í samanburðarrannsókn á vegum breskra heilbrigðisyfirvalda reyndist aldurshópurinn 65-80 ára vera bæði afkastameiri og áreiðanlegri í vinnu en samstarfsmenn þeirra á aldrinum 20-31 árs. Það kom einnig í ljós að hinir eldri voru almennt í betra jafnvægi og sköpuðu mun þægilegri vinnuanda en hinir yngri. Það stangast allverulega á við þær hugmyndir mannauðsstjóranna að eldri starfsmenn séu almennt ergilegir og líklegir til að skapa leiðindi."
Fjármál | Breytt 22.6.2025 kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. júní 2025
Óttinn selur vel
Magnað að sjá og lesa hversu margir virðast fitna og dafna á því að byggja upp og viðhalda vanlíða í samfélaginu með óttaýkjum.
Fyrirtæki, stjórnmálamenn og einstaklingar byggja upp góða tekjustofna og auka áhrif sín með því að byggja upp og viðhalda vanlíðan hjá einstaklingum, þessir aðilar nota öll tiltæk tækifæri og meðul til að sá vantrausti, ótta og vanlíðan á meðal fólks.
Opinberir starfsmenn og stofnanir ýkja hugsanlega ógn til að réttlæta fjárveitingar til sýn og er alveg sama um þá vanlíðan sem byggist upp á meðal fólks sem ekki sér í gegn um blekkingarleikinn. Landhelgisgæslan sem nú gegnir hlutverki þjónustuaðila fyrir heri fær fjárveitingar til að kaupa búnað með því að spila á ótta vegna ýkjufrétta án sannana, gaspra um skemmdaverk í útlöndum og hafa byggt upp sprengisveit sem kallar í sjónvarpsstöðvarnar þegar tækifæri gefst til að halda fjölmiðlasýningar með sprengingum að óþörfu.
Sprengiefni eyðir maður oftast með því að brenna efnin og eða hella acetone yfir efnin til að gera þau óvirk, en það er bara ekki eins sjónrænt og líklegt til að ná athygli fjölmiðla. Sérsveitin er kölluð út í allskonar verkefni sem almennir lögreglumenn geta unnið sem og verkefni sem Landsbjörg hefur hingað til getað sinnt án sérstakrar aðkomu sýndarveruleikans.
Þessi ýkjuverkefni er svo notuð sem rökstuðningur fyrir auknum heimildum til að skerða frelsi almennings og auknum fjárveitingum vegna tilbúins ótta við það óþekkta.
Allmennt kjark og dugleysi, stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks, tryggir þessum ýkjendum starfsfrið og verðlaun þessa fólk eru völd og fjármagn til að dreifa sjúkum hugarheim.
Ótti, vantraust, vanlíðan og siðrof er uppskeran af þessum skrípaleik sem hefur og er að eitra samfélagið
Sunnudagur, 1. júní 2025
Ekki í okkar umboð né með samþykki.
Við óskum þess að Íslensk stjórnvöld og embættismenn, hætti nú þegar allri þátttöku í stríðsrekstri og fjármögnun átaka, sem og stuðli að samtali deiluaðila.
Þjóðin hefur ekki gefið umboð til vopnakaupa, vopnaflutninga né þátttöku í stríðsátökum eða nýjum varnarbandalögum.
Þjóðin hefur ekki veitt umboð til uppbyggingar á hernaðarmannvirkjum, til vopnakaupa, þjálfunar eða þjónustu við her með kjarnorkuvopn við Íslandi.
Þessar heimildir hefur hópur stjórnmálamanna tekið sér, sem og nokkrir opinberir starfsmenn án aðkomu þjóðarinnar, og falið áformin með þögn í aðdraganda kosninga. Það má líta á þetta sem vísvitandi blekkingar gagnvart kjósendum sem og umboðssvik.
óvinurinn sem er ýmist Kína eða Rússland, er heimatilbúin blekking til að réttlæta nánast rán úr ríkissjóð, því hver gaf stjórnmálamönnum umboð til eflingar vígbúnaðar erlendis fyrir marga miljarða sem og hér á Íslandi?
Rökin og réttlætingin fyrir þessum ákvörðunum eru almennt ímynduð ótta þvæla, líklega byggð á slæmri samvisku eftir stuðning við fjölda innrás NATO ríkjanna, og niðurbrots innviða með vopnavaldi í Írak, Serbíu, Afganistan, Líbýu og svo framvegis.
Engar rekjanlegar eða áþreifanlegar sannanir hafa verið færðar fyrir ásökunum, um skaða sem okkur á að hafa verið unninn, að hálfu Kínverja eða Rússa frá upphafi Íslandsbyggðar.
Engar sannanir hafa verið færðar fyrir ásökunum um skemmdarverk né fyrir ásökunum um gagna árásir á innviði Íslands eða fyrir ásökunum um njósnastarfssemi.
Staðhæfingar um njósnir og gagna árásir hafa komið frá hagsmunaaðilum, sem lifa á því að viðhalda ótta og selja varnir gegn hugsanlegum óvin.
Allur þessi ótta áróður er fluttur af fjölmiðlum á framfærslu ríkissjóðs og enginn krefst sannana á þeim fullyrðingum sem birtar eru sem fréttir til almennings.
Sérsveit lögreglu er kölluð ítrekað út til að auka tölur sem notaðar eru sem rök fyrir hærri fjárveitingum sem og til að skapa lögreglumönnum auknar tekjur vegna slíkra starfa.
Það er innbyggður fjarhagslegur hvati fyrir lögreglu og landhelgisgæslu til að ýkja hættur og ef nógu hátt er hrópað úlfur, úlfur þá fá þessar stofnanir verðlaun í formi fjárveitinga.
Frelsi einstaklinga er skert meira og meira með hverju árinu, á þeim forsendum að verið sé að verja fólk gegn allskonar skelfingu, vegna hugsanlegra og oftast ímyndaðra óvina.
Eftirlit er aukið, heimildir eru veittar til að virða ekki einkalíf né mannréttindi, og vopnakaup sem og birgðasöfnun vopna er heimiluð vegna öryggis, en öryggis hverra?
Afl fjölmiðlar er nýtt til dreifingu falsfrétta frá talsmönnum stríðsátaka, sem stöðugt saka alla hina um falsfréttaflutning. Sannleikurinn er alltaf fyrstur til að falla í stríðsátökum, og opið internet hefur gert aðilum erfiðara að ritstýra, þá er gripið í að draga úr trúverðugleika með falsfrétta ásökunum.
Öll átök enda með samtali deiluaðila og þannig höfum við leyst okkar ágreining í aldanna rás.
Neitum að nota eða styðja ofbeldi í stað samtala og fordæmum öll slík áform sem ganga gegn okkar grunn gildum, um frið og farsæld fyrir alla.
Viljir þú lesandi góður styðja við kröfu um fríð, þá er undirskriftasöfnun á þessari slóð:
Mánudagur, 28. apríl 2025
Ekki með okkar umboð né samþykki.
Mikið hef ég skrifað og bloggað gegn stríðsást Íslenskra embættis og ráðamanna, nú væri gott að taka næsta skref og mótmæla til samræmis við boðskapinn með friðsamlegum hætti.
Það er því kominn undirskriftarlisti hjá Ísland.is til að tjá andstöðu við þetta stríðsblæti örfárra háværra einstaklinga.
Að sverta orðspor landsins sem öruggs friðar reits og orðspor okkar sem ritandi, talandi og hugsandi þjóðar er ekki í boði.
Mikið hef ég skrifað og bloggað gegn stríðsást Íslenskra embættis og ráðamanna, nú væri gott að taka næsta skref og mótmæla til samræmis við boðskapinn með friðsamlegum hætti.
Það er því kominn undirskriftarlisti hjá Ísland.is til að tjá andstöðu við þetta stríðsblæti örfárra háværra einstaklinga.
Að sverta orðspor landsins sem öruggs friðar reits og orðspor okkar sem ritandi, talandi og hugsandi þjóðar er ekki í boði.
Endilega deilið sem víðast um netið svo vilji okkar komi skýrt fram, við krefjumst friðar alstaðar og neitum að berja stríðs trumburnar. Við erum ekki klappstýrur fyrir fjöldamorð.
Mánudagur, 14. apríl 2025
Hræsnarinn
Sá sem fjármagnar og styður stríðið þykist svo vera sorgmæddur þegar almenningur upplifir þjáningar og dauða.
Er hægt að lyfta hræsninni á hærri stall, sér enginn samhengið, tengir enginn orsök og afleiðingar.
Ábyrgðin er hjá þeim sem fjármagna stríðið, þeirra er sökin!
![]() |
Þorgerður fordæmir árás Rússa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 4. apríl 2025
Umboðslaus tjónvaldur
Vitfirring hernaðarátaka hefur aldrei verið vilji þjóðarinnar né hefur slíkur fáránleiki verið borinn undir þjóðina, nú er fámennur umboðslaus hópur búinn að valda þjóðinni gríðarlegum skaða.
Við höfum leyst okkar deilur innanlands sem og við aðra með samtali, en aldrei ákveðið að best sé að myrða fólk sem ekki er okkur sammála eins og utanríkisráðherra er að standa fyrir.
Að fjármagn vopna og skotfærakaup er þátttaka í fjöldamorðum almennra borgara og fátæklinga, sem neyddir eru í her til að berjast fyrir orðháka sem tala fyrir stríði, en ætla ekki sjálfum sér eða sinna barna, kvalir og dauða á vígvellinum.
Þetta tal um hervæðingu er fáránlegt og gegn vilja þjóðarinnar, þetta fólk hefur logið sig inn á þing og er núna að framkvæma það sem það sagði aldrei í aðdraganda kosninga.
Umboðslaus hjörð sem laug sig til valda til að gera það sem engum var sagt, verður fólk mikið ómerkilegra en þetta?
![]() |
Þrýstingur á Ísland í óformlegum samtölum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 8. mars 2025
Kenningin um dauða hestin á líka við á Íslandi
The Dead Horse Theory is a satirical metaphor that illustrates how some individuals, institutions, or nations handle obvious, unsolvable problems. Instead of accepting reality, they cling to justifying their actions.
The core idea is simple: if you realize youre riding a dead horse, the most sensible thing to do is dismount and move on.
However, in practice, the opposite often happens. Instead of abandoning the dead horse, people take actions such as:
Buying a new saddle for the horse.
Improving the horses diet, despite it being dead.
Changing the rider instead of addressing the real problem.
Firing the horse caretaker and hiring someone new, hoping for a different outcome.
Holding meetings to discuss ways to increase the dead horses speed.
Creating committees or task forces to analyze the dead horse problem from every angle. These groups work for months, compile reports, and ultimately conclude the obvious: the horse is dead.
Justifying efforts by comparing the horse to other similarly dead horses, concluding that the issue was a lack of training.
Proposing training programs for the horse, which means increasing the budget.
Redefining the concept of dead to convince themselves the horse still has potential.
The Lesson:
This theory highlights how many people and organizations prefer to deny reality, wasting time, resources, and effort on ineffective solutions instead of acknowledging the problem from the start and making smarter, more effective decisions.
![]() |
Ráðamenn í Hvíta húsinu rifust við Musk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. febrúar 2025
Ekki gert í samráði við þjóðina
Enn einu sinni ganga Íslenskir stjórnmálamenn gegn vilja þjóðarinnar og auka algerlega án umboðs frá henni útgjöld til hernaðar.
Við höfum aldrei gefið þessum einræðisherrum og konum heimild til að standa í stríðsrekstri við Rússa, né samþykkt uppbyggingu á Íslenskum her undir feluhjúp Landhelgisgæslu.
Hér er embættismenn að byggja upp Íslenskan her með byggingu mannvirkja, stórfelldra vopnakaupa og stunda blekkingaleik við þessa iðju sem mér vitanlega þeir hafa ekkert umboð til að framkvæma.
Ísland er orðið alræðisríki þar sem lítill hópur embættis og ráðamanna hefur stolið lýðræðinu.
![]() |
Ekki komin hingað til að segja bara eitthvað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 24. febrúar 2025
Þakklæti þeirra sem voru frelsaðir
Hvað með þær 8.7 miljónir rússneskra hermanna sem féllu, til að frelsa Evrópu unda oki Nasista.
Er Evrópa að hrækja á grafir þeirra í dag?
![]() |
Ótrúlegt að vera hérna á þessum tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. janúar 2025
Sóun í rekstri ríkisins
Hef aldrei skilið þessa sóun í rekstri ríkisstofnana og sveitarfélaga, það væri líklega mun hagkvæmara að bjóða út og taka í rekstrarleigu bifreiðarflota ríkis og sveitarfélaga sem og bjóða út allan akstur á vegum ríkis og sveitarfélaga.
Í dag er töluverð reynsla komin á þetta fyrirkomulag og í raun ekkert því til fyrirstöðu að hætta nánast öllum bifreiðakaupum sem og hætta rekstri bifreiðarverkstæða hjá hinu opinbera.
Lagerhald og umsýsla td hjólbarða yrði þá á hendi þess sem annaðist rekstrarleigu og miljarðar þar af leiðandi sparast
Bifreiðarverkstæði, bílaleigur, leigubílastöðvar og leyfishafar hópbifreiða fengju þannig fleiri verkefni og ríkið skatttekjur á móti.
Miljarða fjárfestingar í rekstrarvörum, bifreiðum, húsnæði og fastur launakostnaður hverfur þannig úr opinberum rekstri og atvinnulífið fær aukin tækifæri.
![]() |
Mörg hundruð milljónir í rafmagns lúxusbifreiðar fyrir lögregluna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)