Laugardagur, 13. febrúar 2010
Hverju ber að trúa
Setti hér inn til gamans frétt af sama atburð frá þremur miðlum, bloggað er við fréttina hjér á MBL.IS næsta frétt fyrir neðan er frá RUV.is og svo er neðsta útgáfan frá Vísir.is
Það komu sem sagt nokkur hundruð manns, 400 manns og 800 manns eða verðum við ekki bara að taka meðaltalið og giska á 600
Fyrst birt: 13.02.2010 16:15 GMTSíðast uppfært: 13.02.2010 17:00 GMT
Nokkur hundruð á Austurvelli
Kröfufundur á Austurvelli 13. febúar 2010.Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Austurvelli klukkan þrjú, á tíunda kröfufund samtakanna Nýs Íslands. Samtökin höfðu boðið Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, að tala á fundinum og skýra frá því hvað bankinn geti gert til að hjálpa fólki í fjárhagskröggum. Birna afþakkaði boðið og svaraði því til, að upplýsingar um úrræði bankans væri að finna á heimasíðu hans. Vísir, 13. feb. 2010 15:10Hátt í 400 manns á Austurvelli
Hátt í fjögurhundruð manns eru nú stödd á mótmælafundi á Austurvelli en þar hefur fólk safnast saman síðustu mánuði á hverjum laugardegi. Mótmælin eru skipulögð af samtökunum Nýtt Ísland og Hagsmunasamtökum heimilanna.
Fyrir hönd Hagsmunasamtaka heimilanna flytur Ólafur Garðarsson varaformaður erindi um boðað greiðsluverkfall. Þá mun Lúðvík Lúðvíksson ávarpa fundargesti og gera áskorun á Íslandsbanka, en Birnu Einarsdóttur bankastjóra var boðið að mæta á fundinn en hún afþakkaði.
800 manns á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Sjónvarp, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:23 | Facebook
Athugasemdir
Ég er nú orðinn nokkuð sjóaður í að mæta á Austurvöll. Í dag var hópurinn klárlega farinn að nálgast þúsundið. 800 er varfarnislegt mat, 400 algjört bull. Það má lesa stuðnings viðkomandi fjölmiðils við stjórnvöld eins og oft áður.
Sigurður Hrellir, 13.2.2010 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.