Ekki gott vinnulag

Ég hef staðið í þeirri trú að eina leiðin til að brjóta á bak aftur fíkniefnasala og skipulagða glæpi væri með samvinnu lögreglu og almennings.
Núna þegar lögregla virðist vera að nálgast það að missa tökin á baráttunni vegna skorts á fjármunum og lagaramma sem er úreltur að miklu leiti kemur þetta framtak.
Það að fara um og löðrunga fólkið sem maður þarf aðstoð frá hefur aldrei talist gáfumerki og er frekar sem stuðningur við andstæðinginn en hitt.
Er þetta það samfélag sem við viljum byggja upp, þar sem komið er fram við saklaust fólk sem glæpalýð sem loka má inni í byggingum á meðan gramsað er í persónulegum eigum.
Finnst fólki þetta virkilega í lagi án þess að rökstuddur grunur liggi fyrir.
Viljum við búa í ríki ótta, þar sem svartstakkar ríkja.
mbl.is Óskar skýringa á fíkniefnaleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei þetta er í besta falli á gráu svæði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.2.2010 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband