Vinnubrögð Stasi

Ef vinnustaðaskírteinin verða notuð sem þvingunartæki fyrir stéttarfélöginn er komin upp Íslensk útgáfa af Stasi, hinni illræmdu Austur Þýsku leyniþjónustu.

Vinnustaðaskírteini eru að mörgu leiti góð hugmynd með mikla möguleika og þörfin er til staðar, en hvers vegna eru ekki sameinuð vinnuvéla, sprengiréttinda og önnur slík skírteini inn í fyrirhugað vinnustaðaskýrteini til að draga úr flækjustiginu og kostnaðinum, hvers vegna er það ekki Vinnueftirlitið sem annast eftirlit í stað þess að draga inn stéttarfélögin.

Með vinnustaðaskírteinum er hægt að tryggja það að starfsmenn séu skyldutryggðir,hafi sótt öryggisnámskeið og geti sýnt staðfestingu á starfsferilskrá, sýnt fram á verkkunnáttu eða til dæmis staðfest námskeiðsþátttöku í fyrstu hjálp, séu löglegir starfsmenn og skattgreiðendur.

En það að setja stéttarfélögin inn sem eftirlitsaðila með þessu kerfi er ekkert nema upptaka á mafíu vinnubrögðum því þetta kerfi verður notað af stéttarfélaga mafíunni sem innheimtukerfi félagsgjalda og þvingunartæki til að tryggja áframhaldandi þvingaða félagaðild fólk, sem er í sjálfu sér ógeðfelld þvingun gegn sjálfræði einstaklinga og ekki lagaskilda þó öðru sé oftast haldið fram af forkólfum stéttarfélaga sem hafa í áratugi barist innbyrðis um það hvaða stéttarfélagi fólk tilheyrir vegna félagsgjaldanna.

Í áratugi hafa stéttarfélögin þvingað vinnuveitendur til að samþykkja forgangsákvæði til vinnu fyrir félagsmenn viðkomandi stéttarfélaga og þannig komið í veg fyrir að stofnuð væru ný stéttarfélög eða að þessi einokun á vinnumarkaði væri brotin á bak aftur, og svo hafa félögin skipt upp á milli sín svæðum landsins og flokkað einstaka starfsheiti sem sín störf með réttinum til innheimtu félagsgjalda.
Vinnustaðaskírteini verða notuð sem enn eitt þvingunarúrræðið til að tryggja tilvist félagana og tekjuöflunar í formi hótana um starfsmissi ef fólk er utan félaga, þetta hindra alla von um endurnýjun eða framþróun félaga og eða frjálst val um hvaða lífeyrissjóð þú treystir eða stéttarfélagi þú vilt tilheyra.

Á sínum tíma var þvingun talin réttlætanleg en tímarnir hafa breyst og gömlu hugsjónamennirnir eru flest allir horfnir á braut, í staðin hafa flokksdindlar og hálaunað sjálftökulið hreiðrað um sig í stjórnum stéttarfélagana.
Í dag eru flest öll stéttarfélögin ekkert nema afætur á félagsmenn og hafa mestan áhuga á að ná inn félagsgjöldum af skráðum meðlimum sem flestir hafa aldrei óskað eftir inngöngu frekar en skráðir meðlimir þjóðkirkjunnar.

Hvaða frelsi eða virðing fyrir frjálsu vali einstaklinga er í samfélagi sem byggir sig upp á þvingaðri félagaðild gegn vilja viðkomandi.
Gerir fólk sér grein fyrir þeim hundruðum miljóna sem stéttarfélögin skrapa saman úr launaumslögum fólks á hverju einasta ári og svo raðar stéttafélagsliðið sér í stjórnir lífeyrissjóðanna og víða annarsstaðar fyrir launakjör sem eru sem ævintýrasögur fyrir almenna félagsmenn.

Sem betur fer eru samt víða starfandi hugsjónamenn og fólk sem vinnur vel fyrir félagsmenn og það fólk á lof skilið, en fólk verður af fara að mæta á félagsfundi til að hreinsa til í þeim félögum sem starfa frekar sem mafíur en stéttarfélög.

Að Félagsmálaráðherra flytji frumvarp til laga sem leppur fyrir stéttarfélögin segir allt sem segja þarf um hans virðingu fyrir frjálsu vali einstaklinga og það að framselja eftirlitshlutverkið til þeirra sem helst hafa hagsmuni af áframhaldandi stöðnun og þvingaðri félagsaðild, er sem upptaka á vinnubrögðum hinnar illræmdu Austur Þýsku leyniþjónustu Stasi.

Samfylkingin er orðin sem lifandi komin eftirmynd af sögunni Animal Farm eftir George Orwell, og við þjóðin erum sem dýrin á búgarðinum eftir brotthvarf drykkfelda sjálfstæðis bóndans.

Við hefur tekið lið sem ætlar að drepa niður allt frumkvæði og er að slökkva vonarneistana um breytingar í átt að gegnsæju og frjálsu samfélagi, þar sem einstaklingum er sýnd sú virðing að hafa valrétt.

Setti tengingu inn á kvikmyndina Animal Farm í tenglalistan, undir stjórnmál efst til hægri á síðuni.


mbl.is Vinnustaðaskírteini og eftirlit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Hva... Er þá heilög Jóhanna þá yfirsvínið???

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 20.2.2010 kl. 05:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband