Miðvikudagur, 17. mars 2010
Gott framtak og þarft
Það hafa farið í gegnum tíðina ýmsir lagalegir bastarðar hjá alþingi og stofnun lagaskrifstofu alþingis til að yfirfara og gæðameta frumvörp til laga er löngu tímabært.
Lög frá alþingi setja samfélaginu skorður og móta það til framtíðar, því er mikilvægt að virkt og raunverulegt gæðaeftirlit sé til staðar.
Við verðum að tryggja fagleg og vönduð vinnubrögð á alþingi, þar sem þverskurður af þjóðinni á að sitja og setja saman lagaramma sem tryggir sanngirni og sátt í samfélaginu, við eigum ekki að raða eingöngu á alþingi einstaka starfsstéttum heldur velja einstaklinga sem spegla samfélagið utan veggja þingsala og hafa flest allt litróf skoðana inn á þingi til að samfélagssátt sé tryggð.
Þá verður að taka á aðskilnaði framkvæmdarvalds og löggjafavalds og hafa það alveg skýrt, að það er löggjafavaldið sem er æðst og framkvæmavaldsins er að fylgja reglum sem þaðan koma.
Fagmennsku verður að viðhafa hjá framkvæmdarvaldi og þann ósið að raða stjórnmálamönum í störf framkvæmdavalds verður að leggja af, enda eru þessir frambjóðendur kosnir á þing en ekki ráðnir sem starfsmenn í gatnagerð eða önnur slík störf.
Vilja sigta gölluðu lögin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Löggæsla, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.