Lífið er fiskur

Það er merkilegt hvað þessi flokkur og hans talsmenn virðast fastir í gamla vertíðarandanum þegar lífið var fiskur og aftur fiskur.

Stundum skrepp ég til frænda og hans spúsu til að fá lánaðan bátinn þeirra og dreg nokkra þorska úr sjó í soðið fyrir mig og mína.

Kyrrðin, ölduhreyfingin, sjávarilmurinn og gutlið í hafi er sem samanþjöppuð slökunar vika á einni klukkustund og maður nýtur þess.

Það er samt líf eftir veiðar og vinnslu aflans, maður getur vel litið upp og talað um eitthvað annað en fisk.

Því miður virðist Frjálslindaflokknum og hans talsmönnum ganga illa að tala um annað og því er oftast talað um eins máls flokk manna á meðal þó þeir hafi í stefnuskrá fjöldann af öðrum málum sem virðast nánast enga umfjöllun fá.

Ég held að Grétar nokkur Mar sé fyrir þó nokkru búin að átta sig á þessu og er því ásamt öðrum búin að safna liði til að berjast gegn kvótaómyndinni á vettvanginum http://www.þjóðareign.is/.

Það átak gæti bjargað þessum flokk frá því að hverfa inn í minninguna sem sértrúarsöfnuður gamalla trillukarla, ef verkefnið heppnast og þjóðin fær að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort auðlindirnar yrðu þjóðareign.

Vonandi tekst nýjum formanni að breyta þeirri ímynd flokksins að þetta sé eins máls flokkur sérvitringa, yfir í það að teljast víðsýnn lýðræðisflokkur sem er opin fyrir nýjum straumum og hvetur til öflugs, lifandi málefnastarfs.

Rífi þessi flokkur sig ekki upp úr fiskikarinu er útför framundan.

Sjá líka http://skagstrendingur.blog.is/blog/skagstrendingur/entry/1032429/


mbl.is Hefði verið betra að hlusta á Frjálslynda flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórarinn Baldursson

Þetta er hárrétt hjá þér Þorsteinn!

Þórarinn Baldursson, 20.3.2010 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband