Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Ákall frá ABC barnahjálp
Hér er ákall frá ABC barnahjálp til okkar allra í þessu ríka landi.
Subject: ÁRÍÐANDI TILKYNNING ! Á einhver dót fyrir ABC skólann í Senegal?
Kæru stuðningaðilar ABC barnahjálpar
Næstkomandi þriðjudag 20. apríl leggur Landhelgisgæslan af stað með varðskip til Senegal. Þau hafa verið svo vinsamleg að bjóða ABC að senda dót fyrir skólann okkar í Dakar með skipinu.
Við höfum fengið lista yfir það sem skólinn þarfnast mest og þar sem við höfum mjög knappan tíma til að safna þessu langar okkur að vita hvort þið eigið eitthvað vel með farið í geymslum sem þið mynduð vilja gefa.
Það sem væri frábært að fá er eftirfarandi:
Skóladót eins og stílabækur, pappír, trélitir, pennar, blýantar.
Leikföng aðallega fyrir 3ja -7 ára börn en líka fyrir eldri börn.
Fótboltar, körfuboltar, blakboltar.
Ýmiskonar borðspil; skákborð, UNO ofl.
Fatnaður aðallega fyrir 15-17 ára drengi en líka fyrir yngri börn.
Íþróttaföt fyrir börn og unglinga.
Notað borðtennisborð og billjard borð fyrir götudrengina.
Bókahillur, skólaborð og stólar.
Stór prentari til að prenta skólagögn.
Eldhúsdót, frystir, ísskápur, bakaraofn, borð, stólar.
Reiðhjól fyrir börn og unglinga.
Vinsamlegast sendið þetta áfram á þá sem þið þekkið og sérstaklega ef þið þekkið heildsölur og verslanir sem gætu átt eitthvað sem þeir vilja gefa á lager.
Vinsamlegast hafið samband við Margréti í síma 4140992 eða með því að svara þessu maili. Við munum taka á móti dótinu næstkomandi föstudag 16. apríl frá kl 13:00-18:00
í Nytjamarkaðnum Skútuvogi 11.
Kærar þakkir fyrir
ABC Barnahjálp /ABC Children's Aid
Síðumúli 29
108 Reykjavik
sími/tel: 414 0990 - beint/direct: 414 0992
fax: 414 0999
margret@abc.is
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Heilbrigðismál, Menntun og skóli, Trúmál og siðferði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.