Vel að verki staðið

Komin er út skýrsla hjá Landsvirkjun sem sýnir hvað maður var að starfa við frá 2007 til 2011.
Skýrslan er 52mb vegna fjölda ljósmynda en þær segja oft meira en mikill texti.
Er bara andskoti ánægður með mig og mína samstarfsmenn en árangur í svona verkefni byggjast á að ná góðu samstarfi við hæfilíkaríka tækjastjórnendur og flestri þeirra bestu hafa komið að þessu.
Ekki má heldur gleyma samvinnufúsum stjórnendum og eigendum verktakafyrirtækja.

Sjá frétt:
http://www.landsvirkjun.is/frettir/frettasafn/nr/1606

Slóð á skýrslu:
http://valli57.blog.is/users/95/valli57/files/karahnjukavirkjun_fragangur_vinnusvaeda.pdf

Tengill er hér neðst á þessari blogg færslu.

Umfjöllun og gangrýni margra umhverfissinna hefur oftast byggst á upplýsingaskorti og þekkingarleysi á staðháttum sem leitt hefur til upphrópana og ýkjufrásagna sem vert er að leiðrétta.
Umhverfismál eru mikilvægt málefni fyrir komandi kynslóðir og öfgakenndar fullyrðingar hjálpa ekki málstaðnum, margir þeir hörðustu umhverfisverndarsinnar sem ég hef kynnst eru starfandi við verklegar framkvæmdir og í stað þess að hrópa á torgum og í bloggheim þá starfa þeir í hljóði og sýna í verki umhyggju sýna fyrir landinu.
Margar myndirnar í þessari skýrslu lofa þeirra verk með réttu.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband