Föstudagur, 22. febrúar 2013
Væl blaðamanna sem hælbíta
Sé bara ekkert rangt við að Jón Ásgeir sem og aðrir fari fram á að þeirra hlið á málum fái að koma fram þegar verið er að skrifa um þá fréttir, í raun er það alveg fyrir neðan allar hellur að sú venja Íslenskra blaðamanna að skjóta fyrst og spyrja svo teljist eðlileg vinnubrögð.
Margir einstaklingar sem titlað hafa sig blaðamenn hafa í reynd ekki verið neitt annað en mannorðsmorðingjar sem með dylgjum og hálfkveðnum vísum rakka niður mannorð fólks til að fá sölutölur blaða upp.
Vandaður blaðamaður byrtir bæði sjónarmið og hefur rökstuddar sem rekjanlegar heimildir að baki sýnum skrifum þannig að lesandi geti sjálfur myndað sér skoðun út frá staðreyndum.
Á Íslandi virðist það alsiða að skrifa sem hálfkveðnar vísur, illmælgi og sögusagnir um þjóðþekkta einstaklinga sem svo er dreift sem fréttum án þess að einstaklingurinn sem verið er að fjalla um fái vörnum við komið.
Hvar voru þessar "blaðamannahetjur" í aðdraganda fjármálahruns á Íslandi, þær voru flest allar sem flaðrandi rakkar við borðbrún útrásarvíkinga en koma nú sem hælbítar á eftir öllum sem hægt er að naga.
Virðing og trúverðugleiki er eitthvað sem blaðamenn hafa sjálfir troðið í svaðið með verkum sýnum og ættu nú að snúa sér að því að byggja aftur upp í stað þess að væla ef einhver reynir að verjast þeim hælbítum.
Jón Ásgeir reynir að þrýsta á blaðamenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt 14.3.2013 kl. 20:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.