Loforðaflaumur.

Við erum að fara að kjósa okkur fulltrúa inn á Alþingi, þessa dagana eru frambjóðendur að keppast um að lofa betur en næsti frambjóðandi.

Þar sem þetta fólk er að sækjast eftir starfi inn á Alþingi þar sem hlutverk þess er að setja landinu lög og reglur, þá undrast ég alltaf hvað fáir spyrja þetta fólk um hvaða lög eða lagabreytingar þetta fólk hyggst framkvæma ef því tekst að fá meirihluta þingmanna til að samþykkja það með sér.

Frambjóðendur tala um fjármál en eru ekki að fara að starfa í banka, þeir tala um framkvæmdir en eru ekki að fara að vinna hjá vegagerðinni, þeir tala um að skapa störf en eru ekki að fara að reka iðnfyrirtæki né hafa bein mannayfirráð.

Hvernig ætla frambjóðendur að standa við stóru orðinn með setningu laga eða breytingu á eldri lögum, hafa þeir ekkert fram að færa annað en almennt spjall og innantóm loforð ?

 

johanna_Mínu verki er lokið

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband