Fimmtudagur, 18. apríl 2013
Fyrirmyndar fréttamennska
Íslendingar nota Facebook næstmest
Íbúar Katar eru eina þjóðin í heiminum sem notar samskiptaforritið Facebook meira en Íslendingar. 72,4% landsmanna nota nú forritið en 81,2% íbúa Katar.
Þetta kemur fram í lista Icelandic Review. Lítill munur er á notkun milli kynja hér á landi. Konur eru 52% notenda og karlar 48%. Flestir íslenskir notendur eru á aldursbilinu 25-34 ára og næstflestir eru 18-24 ára.
Í þriðja sæti yfir þær þjóðir sem nota Facebook mest sitja Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Singapúr er í því fjórða og Taívan í fimmta.
Af tölum frá Norðurlöndum má sjá að Íslendingar eru talsvert iðnari en nágrannaþjóðir. Ríflega helmingur Norðmanna, Dana og Svía nýta sér forritið í hverjum mánuði.
Meginflokkur: Fjölmiðlar | Aukaflokkar: Mannréttindi, Sjónvarp, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.