Fyrirmyndar fréttamennska

Ég verð bara að hrósa þessari fyrirmyndar fréttmennsku RÚV sökum þess að fréttamaður vísar til heimilda þannig að lesandinn getur rakið þær og séð hversu ábyggilegar þær eru, þetta mætti sjást oftar og þá væri traustvekjandi ef það kæmi skýrt fram hvort verið væri að nota fréttatilkynningar frá blaðafulltrúum fyrirtækja og hagsmunahópa.
Traust og trúverðug blaðamennska byggist á faglegum vinnubrögðum sem lengi hefur skort. 
 

Íslendingar nota Facebook næstmest

Íslendingar eru dyggir Facebook notendur.

Íbúar Katar eru eina þjóðin í heiminum sem notar samskiptaforritið Facebook meira en Íslendingar. 72,4% landsmanna nota nú forritið en 81,2% íbúa Katar.

Þetta kemur fram í lista Icelandic Review. Lítill munur er á notkun milli kynja hér á landi. Konur eru 52% notenda og karlar 48%. Flestir íslenskir notendur eru á aldursbilinu 25-34 ára og næstflestir eru 18-24 ára.

Í þriðja sæti yfir þær þjóðir sem nota Facebook mest sitja Sameinuðu Arabísku furstadæmin, Singapúr er í því fjórða og Taívan í fimmta.

Af tölum frá Norðurlöndum má sjá að Íslendingar eru talsvert iðnari en nágrannaþjóðir. Ríflega helmingur Norðmanna, Dana og Svía nýta sér forritið í hverjum mánuði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband