Ábyrgðarlaust fullyrðinga gaspur

Mikið ofboðslega er ég orðin þreyttur á þessu fullyrðinga gaspri og upphrópunum um mismunun í laun um sem nánast aldrei reynast eiga við rekjanleg rök að styðjast.

Það virðist vera stefnan hjá mörgum svokölluðum  jafnréttisfrömuðum að láta staðreyndir eiga sig og garga frekar endalausa frasa og fullyrðingar, hversvegna er nánast aldrei farið með svokallaðan launamismun fyrir dóm eða hann kærður.

Liggur svarið ekki nokkuð ljóst fyrir, það er vegna þess að mismununin er oftast huglægt mat byggt á tilfinningum en ekki rekjanlegum staðreyndum sem hægt væri að dómtaka.

Þessir sjálfskipuðu jafnréttisfrömuðir eru oftast pólitískir galgopar sem eru að reina að slá sjálfa/n sig til riddara og öðlast frama, ekki á eigin verðleikum heldur byggðan á ósætti, ófrið og ótta.

Saman erum við flest öll að vinna að réttlátara og friðsælla sáttarsamfélagi, við viljum samvinnu og samræður til að finna lausnir sem eru til heilla en ekki upphrópanir og ábyrgðarlaus öskur.

Er ekki komin tími á að hætta að auglýsa upp gasprara sem enginn rök geta fært fyrir sýnum málflutningi.


mbl.is Launamunur kynjanna 18,1%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 23.4.2013 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband